Einar Sveinn Magnússon

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júní 2024 kl. 21:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júní 2024 kl. 21:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Einar Sveinn Magnússon“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Einar Sveinn Magnússon, rafvirki, lýsingarhönnuður hjá Pfaff fæddist 3. júní 1969 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Dóróthea Einarsdóttir frá Sætúni við Bakkastíg 10, húsfreyja, matráðskona, f. 10. febrúar 1940, d. 2. desember 2021, og Kristinn Sigurðsson, múrarameistari, f. 10. mars 1938, d. 5. mars 2021.

Börn Dórótheu og Magnúsar:
1. Kristín Magnúsdóttir skrifstofustjóri, f. 4. desember 1960. Fyrrum maður hennar Stefán Marvin Pálsson. Maður hennar Sigurgeir Kári Ársælsson.
2. Sigurður Magnússon sölustjóri, f. 16. júní 1964. Kona hans Sigríður Hálfdánardóttir.
3. Einar Sveinn Magnússon rafvirki, f. 3. júní 1969. Kona hans Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir.

Þau Hrafnhildur giftu sig 1995, eignuðust tvö börn. Þau búa í Rvk.

I. Kona Einars Sveins, (20. maí 1995), er Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir, húsfreyja, læknaritari, f. 29. september 1971. Foreldrar hennar Sveinbjörn Hrafn Sveinbjörnsson, f. 23. febrúar 1951, og Hulda Róbertsdóttir, f. 6. apríl 1951, d. 18. september 1989.
Barn þeirra:
1. Dóróthea Huld Einarsdóttir, skrifstofustjóri, f. 11. september 1992 í Rvk. Sambúðarmaður hennar Sölvi Gunnarsson.
2. Eva Lára Einarsdóttir, f. 7. júlí 1996. Maður hennar Stefán Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íbúaskrá 1972.
  • Íslendingabók.
  • Hrafnhildur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.