Halldór Jörgen Gunnarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júní 2024 kl. 19:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júní 2024 kl. 19:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Halldór Jörgen Gunnarsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Halldór Jörgen Gunnarsson, sjómaður, stýrimaður, viðskiptalögfræðingur fæddist 7. október 1965 og lést 2. apríl 2021.
Foreldrar hans voru Gunnar Halldórsson, frá Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3, sjómaður vélstjóri, f. 9. janúar 1940, og fyrri kona hans Jóhanna Andersen, frá Kiðjabergi við Hásteinsveg 6, húsfreyja, f. 9. febrúar 1938, d. 2. júní 2016.

Börn Jóhönnu og Gunnars:
1. Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, f. 13. febrúar 1959, d. 13. apríl 1964.
2. Stúlka, f. 21. júlí 1960, d. sama dag.
3. Helgi Þór Gunnarsson sjómaður, verkamaður, Áshamri 58, f. 6. maí 1962. Kona hans Auðbjörg Svava Björgvinsdóttir.
4. Halldór Jörgen Gunnarsson, sjómaður, stýrimaður, viðskiptalögfræðingur í Hafnarfirði, f. 7. október 1965, d. 2. apríl 2021. Kona hans Jóhanna Inga Hjartardóttir.

Halldór lauk námi í Stýrimannaskólanum í Eyjum. Eftir slys um borð varð honum ókleift að stunda sjómennsku. Hann varð stúdent í Framhaldsskólanum í Eyjum og lögfræðingur í Háskólanum í Bifröst í Borgarfirði 2007, lauk M.A.-prófi í viðskiptalögfræði á Bifröst 2008. Hann lærði spænsku við háskólann í Alicante á Spáni.
Þau Jóhanna Inga giftu sig 1989, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eyjum, en síðan í Hfirði.
Halldór Jörgen lést 2021.

I. Kona Halldórs, (1. júlí 1989), er Jóhanna Inga Hjartardóttir, húsfreyja, f. 1. júlí 1966.
Börn þeirra:
1. Margrét Rut Halldórsdóttir, húsfreyja, f. 14. apríl 1988. Maður hennar Viktor Ingi Ingibergsson.
2. Gunnar Ásgeir Halldórsson, f. 21. júní 1993. Unnusta hans Kolbrún Marín Wolfram.
3. Hjörtur Ingi Halldórsson, f. 15. desember 1999. Unnusta hans er Ída María Halldórsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.