Anna Guðjónsdóttir (uppeldisfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júní 2024 kl. 16:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júní 2024 kl. 16:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Anna Guðjónsdóttir (uppeldisfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Anna Guðjónsdóttir frá Austurhlíð 12, uppeldisfræðingur, starfsmaður Félagsstofnunar stúdenta fæddist 21. febrúar 1970.
Foreldrar hennar voru Guðjón Pálsson skipstjóri, f. 10. maí 1936, d. 20. nóvember 1987, og kona hans Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, launafulltrúi, f. 6. september 1941.

Börn Elínborgar og Guðjóns:
1. Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri, f. 27. júní 1960. Kona hans Sigríður Árný Bragadóttir.
2. Anna Guðjónsdóttir uppeldisfræðingur, starfsmaður Félagsstofnunar stúdenta, f. 21. febrúar 1970. Maður hennar Gísli Sigurgeirsson.

Anna var með foreldrum sínum, í Austurhlíð og við Hraunslóð 2, en faðir hennar lést 1987.
Hún lærði uppeldisfræði og lauk B.A.-prófi 1997.
Anna varð starfsmaður Félagsstofnunar stúdenta í Rvk.
Þau Gísli giftu sig 2002, eignuðust ekki börn. Þau búa í Garðabæ.

I. Maður Önnu, (7. september 2002), er Gísli Sigurgeirsson, viðskiptafræðingur, f. 22. febrúar 1967. Foreldrar hans Sigurgeir Jónsson, viðskiptafræðingur, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, síðar forstjóri Lánasýslu ríkisins, f. 23. janúar 1934, d. 16. ágúst 2009, og kona hans Ingibjörg Júnía Gísladóttir bókavörður, f. 19. desember 1933.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.