Bragi Kjartansson Norðdahl

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. maí 2024 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. maí 2024 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Bragi Kjartansson Norðdahl“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Bragi Kjartansson Norðdahl.

Bragi Kjartansson Norðdahl flugstjóri, flugkennari, ökukennari fæddist 7. desember 1924 að Goðafelli við Hvítingaveg 3 og lést 19. september 2011 á Landakoti.
Foreldrar hans voru Kjartan Norðdahl Skúlason, bóndi, verkamaður, afgreiðslumaður, f. 24. apríl 1902, d. 24. janúar 1982, og kona hans Guðbjörg Úlfarsdóttir Norðdahl frá Fljótsdahl í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 7. september 1901, d. 3. febrúar 1975.

Börn Guðbjargar og Kjartans:
1. Baldur Kjartansson Norðdahl, f. 17. október 1922 á Úlfarsfelli, d. 21. nóvember 1988.
2. Bragi Kjartansson Norðdahl, flugstjóri, ökukennari í Kópavogi, f. 7. desember 1924 á Goðafelli, d. 19. september 2011.
3. Freyja Kjartansdóttir Norðdahl, f. 28. desember 1926 að Hásteinsvegi 17, d. 16. janúar 2013.
4. Vignir Kjartansson Norðdahl, f. 29. febrúar 1932 í Rvk, d. 22. júní 2004.
5. Guðbjörg Ása Kjartansdóttir Norðdahl, f. 9. október 1942.

Bragi var með foreldrum sínum á Goðafelli og við Hásteinsveg 17 og flutti með þeim til Rvk.
Hann lauk flugnámi 1951, var flugkennari og flugmaður í leiguflugi og síldarleit, hóf störf hjá Flugfélagi Íslands árið 1953, var flugstjóri hjá Flugleiðum frá 1954 til 1987. Einnig vann hann við ökukennslu um árabil.
Hann var varaformaður FÍA 1964-1968, starfaði í Lionsklúbbnum Frey í Rvk.
Þau Ingunn giftu sig 1953, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Braga, (5. september 1953), er Ingunn Runólfsdóttir Norðdahl frá Rvk, húsfreyja, f. 16. mars 1930. Foreldrar hennar voru Runólfur Eyjólfsson frá Reynivöllum í Suðursveit, A.-Skaft., f. 12. október 1878, d. 24. desember 1976, og Kristín Kristjánsdóttir, frá Efri-Vaðli á Barðaströnd, f. 28. september 1892, d. 22. janúar 1964.
Börn þeirra:
1. Erna Bragadóttir Norðdahl, íslenskufræðingur, f. 18. júní 1954. Barnsfaðir hennar Hinrik Þórhallsson. Maður hennar Edward Finnsson.
2. Kristín Bragadóttir Norðdahl, lektor, f. 1. júní 1956. Barnsfaðir hennar Helgi Felixson. Maður hennar Kristinn Guðmundsson.
3. Björk Bragadóttir Norðdahl, tölvunarfræðingur, f. 26. ágúst 1964. Maður hennar Bragi Hilmarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.