Baldur Kjartansson Norðdahl

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Baldur Kjartansson Norðdahl frá Úlfarsfelli í Mosfellssveit, sjómaður í Innri-Njarðvík fæddist 17. október 1922 og lést 21. nóvember 1988.
Foreldrar hans voru Kjartan Norðdahl Skúlason, bóndi, verkamaður, afgreiðslumaður, f. 24. apríl 1902, d. 24. janúar 1982, og kona hans Guðbjörg Úlfarsdóttir Norðdahl frá Fljótsdal í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 7. september 1901, d. 3. febrúar 1975.

Börn Guðbjargar og Kjartans:
1. Baldur Kjartansson Norðdahl, sjómaður, f. 17. október 1922 á Úlfarsfelli, d. 21. nóvember 1988.
2. Bragi Kjartansson Norðdahl, flugstjóri, ökukennari í Kópavogi, f. 7. desember 1924 á Goðafelli, d. 19. september 2011.
3. Freyja Kjartansdóttir Norðdahl, f. 28. desember 1926 að Hásteinsvegi 17, d. 16. janúar 2013.
4. Vignir Kjartansson Norðdahl, f. 29. febrúar 1932 í Rvk, d. 22. júní 2004.
5. Guðbjörg Ása Kjartansdóttir Norðdahl, f. 9. október 1942.

Þau Oddný giftu sig, eignuðust fjögur börn, en skildu eftir 13 ára hjónaband.
Þau Þórunn hófu sambúð.

I. Kona Baldurs, (skildu 1958), var Oddný Gísladóttir, frá Stóru-Reykjum í Flóa, húsfreyja, f. 8. apríl 1923, d. 18. júní 1992. Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson, bóndi, oddviti, f. 3. september 1877, d. 21. október 1960, og María Þorláksína Jónsdóttir, húsfreyja, f. 14. febrúar 1885, d. 13. maí 1960.
Börn þeirra:
1. Birgir Már Norðdahl, skipaverkfræðingur í Danmörku, f. 19. nóvember 1944, d. 11. apríl 2019. Kona hans Rut Overgaard Nielsen.
2. Edda Guðbjörg Norðdahl skrifstofumaður, f. 22. mars 1946. Maður hennar Lárus Gíslason.
3. Gísli Norðdahl, tæknifræðingur, f. 6. júlí 1947. Kona hans Rúna Bjarnadóttir.
4. María Norðdahl, kennari, f. 13. apríl 1950, d. 24. október 2021. Maður hennar Sturla Þengilsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.