Guðríður Geirsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. maí 2024 kl. 13:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. maí 2024 kl. 13:59 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Geirsdóttir húsfreyja, síðast í Khöfn fæddist 22. apríl 1891 og lést 9. febrúar 1949.
Foreldrar hennar voru Geir Þorgeirsson vinnumaður víða, f. 20. júlí 1836, d. 13. janúar 1913, og Þuríður Þorsteinsdóttir vinnukona, f. 5. apríl 1852, d. 6. janúar 1923.

Hún eignaðist barn með Þórði 1911.
Þau Páll giftu sig 1912, eignuðust eitt barn og fósturbarn. Þau bjuggu í Frydendal 1918, en skildu.
Hún eignaðist barn með Sigurði.
Þau Jens giftu sig 1929, fluttu til Danmerkur.
Guðríður lést 1949.

I. Barnsfaðir Guðríðar var Þórður Þórðarson skipstjóri í Rvk, f. 3. ágúst 1885, d. 31. ágúst 1923.
Barn þeirra:
1. Oddgeir Þórðarson dömuhárgreiðslumeistari í Khöfn, f. 12. nóvember 1911.

II. Maður Guðríðar var Páll Erlendsson frá Bala í Djúpárhreppi, Rang., bifreiðastjóri, símamaður, f. 17. október 1885, d. 18. nóvember 1956.
Barn þeirra:
2. Sigurður Arnþór Geir Pálsson vélstjóri, f. 26. nóvember 1916, d. 18. apríl 2005. Kona hans Bjarnfríður Jóhannsdóttir.

III. Barnsfaðir Guðríðar var Sigurður Björnsson bifreiðastjóri, síðar skósmiður í Khöfn, f. 27. júlí 1898, d. 16. október 1972.
Barn þeirra:
3. Lilli Dorthea (skrifuð Geirsdóttir), f. 25. mars 1925 í Khöfn, d. 14. júlí 2019. Hún var hárgreiðslukona í New York og síðar í Florida. Maður hennar Paul Cotton.

IV. Maður Guðríðar, (9. nóvember 1929), var Jens Karl Christian Kormann húsgagnasmiður, f. 12. desember 1897 í Nykøbing á Falstri í Danmörku. Þau bjuggu í Rvk á árunum 1929-1934, en fluttu þá til Danmerkur.
Barn Guðríðar og fósturbarn Jens var
1. Oddgeir Þórðarson dömuhárgreiðslumeistari í Khöfn, f. 12. nóvember 1911.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.