Arnór Árnason (sjómaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. maí 2024 kl. 13:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. maí 2024 kl. 13:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Arnór Árnason''' frá Guðnabæ í Selvogi, sjómaður fæddist 31. maí 1863 og lést 2. júlí 1930 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Árni Guðnason, bóndi, f. 11. júní 1824, d. 20. janúar 1886, og kona hans Steinunn Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 26. desember 1828, d. 4. ágúst 1872. Arnór var með foreldrum sínum í Guðnabæ 1870, var léttapiltur á Þorsteinsstöðum í Mosfellssveit 1880, var vinnumaður á Brjámsstöðum í Árnessýslu 1890, sjómaður...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Arnór Árnason frá Guðnabæ í Selvogi, sjómaður fæddist 31. maí 1863 og lést 2. júlí 1930 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Árni Guðnason, bóndi, f. 11. júní 1824, d. 20. janúar 1886, og kona hans Steinunn Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 26. desember 1828, d. 4. ágúst 1872.

Arnór var með foreldrum sínum í Guðnabæ 1870, var léttapiltur á Þorsteinsstöðum í Mosfellssveit 1880, var vinnumaður á Brjámsstöðum í Árnessýslu 1890, sjómaður í Bakkagerði og víðar í Borgarfirði eystra, hjú í París í Eyjum 1920.
Hann lést 1930.

I. Barnsmóðir Arnórs Katrín María Jónatansdóttir, f. 11. ágúst 1874, d. 16. febrúar 1956.
Barn þeirra:
1. Laufey Arnórsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, síðar í Rvk, f. 21. febrúar 1910, d. 15. júní 1996. Maður hennar Bjarni Lúðvíksson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.