Sigrún Ólafsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. apríl 2024 kl. 13:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. apríl 2024 kl. 13:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigrún Ólafsdóttir''' frá Heylæk í Fljótshlíð, húsfreyja á Kirkjubæ fæddist um 1672 og lést 1707.<br> Foreldrar hennar voru Ólafur Árnason bóndi, f. 1636, var á lífi 1703, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1646, á lífi 1703. Þau Arngrímur giftu sig, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í Brekkubæ á Snæfellsnesi, á Heylæk í Fljótshlíð, í Oddhól á Rangárvöllum, í Reykjadal í Hrunamannahreppi, á Kir...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigrún Ólafsdóttir frá Heylæk í Fljótshlíð, húsfreyja á Kirkjubæ fæddist um 1672 og lést 1707.
Foreldrar hennar voru Ólafur Árnason bóndi, f. 1636, var á lífi 1703, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1646, á lífi 1703.

Þau Arngrímur giftu sig, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í Brekkubæ á Snæfellsnesi, á Heylæk í Fljótshlíð, í Oddhól á Rangárvöllum, í Reykjadal í Hrunamannahreppi, á Kirkjubæ í Eyjum frá 1732.

I. Maður Sigrúnar var Arngrímur Pétursson prestur á Kirkjubæ.
Börn þeirra:
1. Málfríður Arngrímsdóttir, f. 1696, á lífi 1703.
2. Kláus Arngrímsson, f. 1697, á lífi 1703.
3. Vilborg Arngrímsdóttir, f. 1698. Maður hennar Snorri Böðvarsson, lögréttumaður á Strönd.
4. Sigríður Arngrímsdóttir, f. 1699, á lífi 1703.
5. Ingibjörg Arngrímsdóttir húsfreyja, f. 1702. Maður hennar Teitur Gottskálksson bóndi á Keldum.
6. Ólöf Arngrímsdóttir, f. 1703, á lífi 1762. Maður hennar Bjarni Þorláksson, bóndi í Öndverðarnesi.
7. Ólafur Arngrímsson, bóndi á Heylæk, f. 1707, á lífi 1762. Kona hans Vilborg Rafnkelsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.