Ingibjörg Stefánsdóttir (Brekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. apríl 2024 kl. 15:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. apríl 2024 kl. 15:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jóhanna ''Ingibjörg'' Stefánsdóttir''' frá Seldal í Norðfirði fæddist 14. október 1885 og lést 23. júní 1959. <br> Foreldrar hennar voru Stefán Bjarnason, bóndi og sjómaður á Norðfirði, f. 9. janúar 1853, d. 3. febrúar 1915, og Guðbjörg Matthíasdóttir, vinnukona, húsfreyja, f. 11. nóvember 1865, d. 11. janúar 1947. Ingibjörg var hjú á Gerðisstekk í Norðfirði 1901, bústýra í Ormsstaðahjáleigu í Norðfirði í árslok 1903, síðan í...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Ingibjörg Stefánsdóttir frá Seldal í Norðfirði fæddist 14. október 1885 og lést 23. júní 1959.
Foreldrar hennar voru Stefán Bjarnason, bóndi og sjómaður á Norðfirði, f. 9. janúar 1853, d. 3. febrúar 1915, og Guðbjörg Matthíasdóttir, vinnukona, húsfreyja, f. 11. nóvember 1865, d. 11. janúar 1947.

Ingibjörg var hjú á Gerðisstekk í Norðfirði 1901, bústýra í Ormsstaðahjáleigu í Norðfirði í árslok 1903, síðan í húsmennsku á Stekkjarnesi þar 1904, vinnukona á Krossmelum þar 1906. Hún flutti til Seyðisfjarðar 1908, var verkakona í Vinaminni þar.
Ingibjörg flutti til Eyja 1916 með Lárus son sinn, var vinnukona á Brekku í Eyjum við fæðingu Gíslínu 1916, í Dal við fæðingu Sigríðar og á Skjaldbreið við fæðingu Lilju.
húsfeyja í Borg í Skildinganesi í Rvksókn 1930.
Hún eignaðist barn með Gísla 1909.
Þau Valdimar eignuðust þrjú börn í Eyjum, en misstu eitt þeirra á öðru ári sínu.

I. Barnsfaðir Ingibjargar var Gísli Magnús Gíslason, sjómaður á Seyðisfirði, f. 21. júlí 1874, d. 24. nóvember 1912.
Barn þeirra:
1. Lárus Þórir Gíslason, sjómaður, f. 2. október 1909, drukknaði 2. desember 1941, fórst með togaranum Sviða. Hann átti unnustu og tvö börn.

II. Maður Ingibjargar var Valdimar Bjarnason frá Kársdalstungu í Vatnsdal, Hún., skipstjóri, útgerðarmaður, aflakóngur, f. 17. mars 1894, d. 17. febrúar 1970.
Börn þeirra:
1. Gíslína Valdimarsdóttir, húsfreyja í Mosfellssveit, f. 4. maí 1916 á Brekku, d. 14. nóvember 1972. Maður hennar Sigurður Grímur Snæland Grímsson frá Ísafirði, vélvirki, sérleyfishafi.
2. Sigríður Valdimarsdóttir, f. 24. nóvember 1919 í Dal, d. 19. október 2009.
3. Lilja Valdemarsdóttir, f. 8. janúar 1921 á Skjaldbreið, d. 29. október 1922.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.