Valdimar Bjarnason (skipstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Valdimar Bjarnason, Staðarhóli, var fæddur að Kársdalstungu í Vatnsdal 17. mars 1894. Valdimar fór til Vestmannaeyja árið 1914 og byrjaði sjómennsku á Óskari hjá Gísla Magnússyni en síðar á hjá Bernódusi Sigurðssyni í Stakkagerði. Valdimar hóf formennsku árið 1919 á Braga og var fljótt heppinn fiskimaður. Valdimar lést 17 febrúar 1970 75 ára að aldri.

Valdimar var aflakóngur Vestmannaeyja 1925 og 1927.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Valdimar Bjarnason.

Valdimar Bjarnason sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, aflakóngur, hagyrðingur fæddist 17. mars 1894 á Káradalstungu í Vatnsdal, A.-Hún. og lést 17. febrúar 1970.
Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Sýruparti á Akranesi, f. 25. nóvember 1859, d. 9. október 1936, og kona hans Sigríður Hjálmarsdóttir, húsfreyja, f. 4. janúar 1861, d. 24. janúar 1918.

Valdimar flutti til Eyja 1914, var sjómaður, skipstjóri, aflakóngur. Hann bjó á Staðarhóli við Kirkjuveg 57 og í Skálholti yngra.
Þau Ingibjörg giftu sig, eignuðust þrjú börn og Ingibjörg átti eitt barn áður. Þau bjuggu í Dal við Kirkjuveg 35 og á Skjaldbreið við Urðaveg 36.
Ingibjörg lést 1959 og Valdimar 1970.

I. Kona Valdimars var Jóhanna Ingibjörg Stefánsdóttir frá Seldal í Norðfirði, f. 14. október 1885, d. 23. júní 1959.
Börn þeirra:
1. Gíslína Valdimarsdóttir, húsfreyja í Mosfellssveit, f. 4. maí 1916 á Brekku, d. 14. nóvember 1972. Maður hennar Sigurður Snæland Grímsson frá Ísafirði.
2. Sigríður Valdimarsdóttir, f. 24. nóvember 1919 í Dal, d. 19. október 2009.
3. Lilja Valdimarsdóttir, f. 8. janúar 1921 á Skjaldbreið, d. 29. október 1922.
Barn Ingibjargar áður:
1. Lárus Þórir Gíslason, sjómaður, f. 2. október 1909, drukknaði 2. desember 1941, fórst með togaranum Sviða.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.