Finnbogi Jónsson (verkfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. mars 2024 kl. 17:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. mars 2024 kl. 17:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Finnbogi Jónsson. '''Finnbogi Jónsson''' frá Akureyri, kennari, eðlisverkfræðingur, rekstrarhagfræðingur, framkvæmdastjóri, forstjóri fæddist þar 18. janúar 1950.<br> Foreldrar hans voru Jón Sveinbjörn Kristjánsson skipstjóri í Rvk, f. 13. september 1912 á Folafæti í N.-Ís., d. 26. mars 2001, og Esther Finnbogadóttir frá Eskifirði, f. 24. janúar 1917, d. 23. júní 1986. Finnbogi varð stúdent í MA 1970,...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Finnbogi Jónsson.

Finnbogi Jónsson frá Akureyri, kennari, eðlisverkfræðingur, rekstrarhagfræðingur, framkvæmdastjóri, forstjóri fæddist þar 18. janúar 1950.
Foreldrar hans voru Jón Sveinbjörn Kristjánsson skipstjóri í Rvk, f. 13. september 1912 á Folafæti í N.-Ís., d. 26. mars 2001, og Esther Finnbogadóttir frá Eskifirði, f. 24. janúar 1917, d. 23. júní 1986.

Finnbogi varð stúdent í MA 1970, lauk prófi í eðlisverkfræði í HÍ 1973, lauk Civ.Ing.-prófi í eðlisverkfræði í LTH í Lundi í Svíþjóð 1978, Civ.Ökon.-prófi í rekstrarhagfræði í LU í Lundi 1978.
Hann var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1970-1971, sérfræðingur og deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu 1979-1982, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. 1982-1986, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað frá 1986.
Finnbogi sat í Stúdentaráði HÍ 1971-1973, átti sæti í ýmsum stjórnskipuðum nefndum um iðnaðarmál, orkumál og efnahagsmál 1979-1983, var stjórnarformaður Gúmmívinnustofunnar Hf. á Akureyri 1983-1986, var varamaður í stjórn Landsvirkjunar 1983-1989 og aðalmaður 1989-1995. Hann sat í stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda 1987-1992, varamaður í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1988-1991, og aðalmaður frá 1991. Hann sat í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðvanna 1989-1993, í stjórn Nord Morue í Frakklandi frá 1990 og Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum frá 1993. Hann var varamaður í stjórn Olíuverslunar Íslands hf. frá 1991, í stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands frá 1995, stjórnarformaður Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar hf. frá 1995.
Þau Sveinborg giftur sig 1971, eignuðust tvö börn.
Sveinborg lést 2004.

I. Kona Finnboga, (27. febrúar 1971), var Sveinborg Helga Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur, félagsmálastjóri, f. 13. júní 1948 á Víðisvegi 7C, d. 13. mars 2004.
Börn þeirra:
1. Esther Finnbogadóttir, viðskiptafræðingur, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu, f. 30. nóvember 1969. Barnsfeður hennar Bjarni Karl Guðlaugsson og Guðmundur Ingi Gestsson. Maður hennar Ólafur Georgsson.
2. Sigríður Ragna Finnbogadóttir, fyrrum flugfreyja, starfsmaður fasteignasölu, f. 20. júlí 1976. Maður hennar Roberto Gonzalez Martinez.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.