Þorsteinn Gíslason (Görðum)
Þorsteinn Kristinn Gíslason, Görðum, fæddist á Eskifirði 5. maí 1902 og lést 25. maí 1971. Þorsteinn fluttist alfarið til Vestmannaeyja 1919 og það sama ár hóf hann sjómennsku hjá Eyjólfi Gíslasyni bróður sínum á Garðari I. Formennsku hóf Þorsteinn árið 1928 á Garðari II. Eftir það var Þorsteinn með Sjöfn I og Sjöfn II sem voru hans eigin bátar.
Eiginkona hans var Guðrún Lilja Ólafsdóttir og bjuggu þau í Arnarfelli við Skólaveg. Þau eignuðust 6 börn, öll fædd í Vestmannaeyjum:
1. Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 6. ágúst 1931, d. 27. mars 2012.
2. Gísli Guðni Þorsteinsson, f. 14. september 1932, d. í júní 1933.
3. Erna Þorsteinsdóttir, f. 18. ágúst 1936. d. 2. janúar 2012.
4. Hulda Þorsteinsdóttir, f. 17. febrúar 1940.
5. Þorsteinn Gísli Þorsteinsson, f. 22. nóvember 1943, d. 17. ágúst 2022.
6. Ólafur Diðrik Þorsteinsson, f. 14. janúar 1951. d. 11. október 1997.
Loftur Guðmundsson samdi eitt sinn formannsvísu um Þorstein:
- Harðskiptinn við dimma dröfn
- djarfur á þorskaleiðum,
- Þorsteinn Gíslason á Sjöfn
- sækir fast að veiðum.
Óskar Kárason samdi einnig formannavísu um Þorstein:
- Garpur afla Görðum frá
- geymir Steina heiti,
- telja má í svæsnum sjá
- Sjafnar kinnar bleyti.
Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:
- Steina Gísla ég greini
- gætinn í formanns sæti,
- svikalaust sjós í kviku,
- Sjöfn stýrir þétt úr höfnu.
- Friðar lítt meiri miðin,
- marinn þó velti fari,
- dýrugga dyns úr mýri
- dregur úr sjó ótregur.
Myndir
Heimildir
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
- Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1995.