Kristján Sigurður Kristjánsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. mars 2024 kl. 16:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. mars 2024 kl. 16:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|100px|''Kristján Sigurður Kristjánsson. '''Kristján Sigurður Kristjánsson''' frá Helgafellsbraut 1, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, innheimtumaður fæddist þar 16. október 1947.<br> Foreldrar hans voru Kristján Björnsson frá Kirkjulandi, verkstjóri, útgerðarmaður, lagerstjóri, f. 4. nóvember 1916, d. 27. ágúst 1979, og kona hans Petrónel...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Kristján Sigurður Kristjánsson.

Kristján Sigurður Kristjánsson frá Helgafellsbraut 1, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, innheimtumaður fæddist þar 16. október 1947.
Foreldrar hans voru Kristján Björnsson frá Kirkjulandi, verkstjóri, útgerðarmaður, lagerstjóri, f. 4. nóvember 1916, d. 27. ágúst 1979, og kona hans Petrónella Sigríður Ársælsdóttir frá Fögrubrekku, húsfreyja, f. 26. maí 1921, d. 30. október 2006.

Börn Petrónellu og Kristjáns:
1. Laufey Kristjánsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 11. nóvember 1939 á Fögrubrekku. Fyrrum maður hennar Sigurður Þórarinsson. Maður hennar Birgir Hannesson.
2. Birna Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 6. febrúar 1942 á Fögrubrekku, d. 22. mars 2022. Maður hennar Jón Hannesson.
3. Kristján Sigurður Kristjánsson sjómaður, skipstjóri, innheimtumaður í Hvalfjarðargöngum, f. 16. október 1947. Kona hans Sigríður Árnadóttir.
4. Ásta Gunna Kristjánsdóttir húsfreyja, bókari í Reykjavík, f. 30. júlí 1958 á Sj. Maður hennar Steinar Steinarsson.

Kristján var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk miðskólaprófi, II. stigs fiskimannsprófi frá Stýrimannaskólanum í Eyjum 1968.
Kristján hóf sjómennsku 1964 á Þórunni VE, var háseti á Ísleifi IV. og Ísleifi II. 1967. Hann var stýrimaður á Kap II, Norðra og Sigurði Gísla, stýrimaður á Jörundi III RE og Bjarna Ólafssyni, á Haraldi og Höfrungi II. , II. stýrimaður og skipstjóri á Ferju II 1975, á Árna Sigurði 1976, skipstjóri á Sigurborgu AK 1977, vann á netaverkstæðum milli vertíða.
Kristján varð innheimtumaður í Hvalfjarðargöngum.
Hann eignaðist barn með Herborgu 1969.
Þau Sigríður giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Barnsmóðir Kristjáns er Herborg Jónsdóttir, f. 4. desember 1944.
Barn þeirra:
1. Margrét Kristjánsdóttir, f. 25. september 1969, d. 12. desember 2020.

II. Kona Kristjáns var Sigríður Árnadóttir frá Akranesi, húsfreyja, talsímavörður, f. 23. júní 1941, d. 7. júlí 2010. Foreldrar hennar Árni Halldór Árnason vélstjóri, verslunarmaður, f. 7. júní 1915, d. 11. apríl 1991 og Steinunn Þórðardóttir, f. 26. júlí 1915, d. 29. ágúst 2005.
Börn þeirra:
2. Harpa Kristjánsdóttir, f. 24. júní 1970.
3. Kristján Kristjánsson, f. 27. febrúar 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 2. september 2005. Minning Steinunnar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.