Guðrún Hróbjartsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. desember 2006 kl. 16:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. desember 2006 kl. 16:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Lagfæringar og viðbót.)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Hróbjartsdóttir yfirsetukona fæddist að Kotmúla í Fljótshlíð um 1740 og lézt í Nýjabæ í Eyjum 23. febrúar 1827.
Foreldrar hennar voru Hróbjartur bóndi á Flókastöðum í Fljótshlíð, síðar að Kotmúla þar, f. um 1699, Hallsson bónda á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð 1703, f. um 1660, Runólfssonar og konu Halls bónda, Ragnhildar húsfreyju á Vestur-Sámsstöðum 1703, f. um 1662, Magnúsdóttur. Móðir Guðrúnar yfirsetukonu var Ingibjörg, f. um 1701, Guðmundsdóttir.

Lífsferill

Guðrún nam ekki ljósmóðurfræði svo vitað sé. Hún var sótt allmikið til fæðandi kvenna, líklega bæði í fyrri sveit sinni Fljótshlíð og í Eyjum. Henni var veitt umbun fyrir ljósmóðurstörf, 5 ríkisdalir af ljósmóðurpeningum úr fjárhirzlu konungs. Hún bjó í Nýjabæ 1801 og er 76 ára ekkja þar hjá Ingigerði Árnadóttur ljósmóður 1816.

Maki Guðrúnar var Jón Árnason útvegsbóndi í Nýjabæ, f. um 1731, d. 2. júní 1803. Hann hrapaði. Guðrún var seinni kona hans og er ekki vitað um sameiginleg börn þeirra Jóns, en Ingibjörg var fósturbarn hennar 1801, barn Jóns af fyrra hjónabandi.



Heimildir

  • Upphaflega grein skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ljósmæður á Íslandi. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984.
  • Manntal 1703/1801/1816.