Theódór Friðriksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. febrúar 2024 kl. 11:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. febrúar 2024 kl. 11:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Theódór Friðriksson''' frá Flatey á Skjálfanda, verkamaður, sjómaður, rithöfundur fæddist 27. apríl 1876 og lést 8. apríl 1948.<br> Foreldrar hans voru Friðrik Kristján Jónsson í Nýjabæ í Flatey á Skjálfanda og víðar, f. 8. apríl 1847, d. 24. maí 1910, og kona hans Sesselja Elíasdóttir húsfreyja, f. 15. september 1847, d. 12. febrúar 1910. Theódór stundaði sjómennsku, og daglaunastörf, og vann mikið að ritstörfum. Hann var um skeið v...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Theódór Friðriksson frá Flatey á Skjálfanda, verkamaður, sjómaður, rithöfundur fæddist 27. apríl 1876 og lést 8. apríl 1948.
Foreldrar hans voru Friðrik Kristján Jónsson í Nýjabæ í Flatey á Skjálfanda og víðar, f. 8. apríl 1847, d. 24. maí 1910, og kona hans Sesselja Elíasdóttir húsfreyja, f. 15. september 1847, d. 12. febrúar 1910.

Theódór stundaði sjómennsku, og daglaunastörf, og vann mikið að ritstörfum. Hann var um skeið verkamaður í Eyjum, vann m.a. í aðgerð hjá Gísla Magnúsyni.
Hann bjó í Rvk síðari ár sín og lést 1948.
Rit:
Utan frá sjó, smásögur, Akureyri 1908.
Dagrúnir, tvær sögur (dulnefni: Valur], Rvk 1915.
Brot, Rvk 1916.
Útlagar, Rvk 1922.
Líf og blóð, Akureyri 1928.
Hákarlalegur og hákarlamenn, Rvk 1933.
Lokadagur I, 1926.
Lokadagur II, 1936.
Í verum (ævisaga), Rvk 1941.
Ofan jarðar og neðan, Rvk 1944.
Tvær sögur, Rvk 1945.
Jón skósmiður (skáldsaga), Rvk 1946.

Þau Sigurlaug giftu sig 1898, eignuðust sex börn, en skildu. Theódór lést 1948.

I. Kona Theódórs, (2. janúar 1898, skildu), var Sigurlaug Jónasdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1871, d. 12. maí 1968. Foreldrar hennar voru Jónas Jónsson bóndi og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi, f. 26. september 1840, d. 26. janúar 1927, og kona hans Elísabet Gísladóttir húsfreyja f. 30. nóvember 1848, d. 17. ágúst 1894.
Börn þeirra:
1. Anna Jórunn Theódórsdóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1899, d. 18. febrúar 1987. Fyrrum maður hennar Zophonías Jónsson.
2. Sesselja Magnúsína Theódórsdóttir. f. 9. nóvember 1900, d. 11. maí 1931 á Vífilsstöðum.
3. Þorbjörg Theódórsdóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1903, d. 28. mars 1932. Maður hennar Theódór Jónsson.
4. Elísabet Jónasína Theódórsdóttir húsfreyja, f. 27. nóvember 1907, d. 13. júní 1995. Maður hennar Rögnvaldur Bjarnason.
5. Kristján Valdimar Theódórsson verðlagseftirlitsmaður, f. 7. janúar 1912, d. 8. febrúar 1990. Kona hans Þórdís Aðalbjarnardóttir.
6. Theódór Friðrik Hjálmar Theódórsson, f. 12. september 1915, d. 26. maí 1997.. Kona hans Stefanía Jónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Morgunblaðið 15. febrúar 1990. Minning Kristján Valdimars.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.