Bjarni Sveinsson (Nýborg)
Bjarni Sveinsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, vinnumaður í Nýborg fæddist 22. september 1869 á Rauðafelli og drukknaði 16. maí 1901.
Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson bóndi, f. 11. apríl 1801, d. 25. júní 1879, og Guðný Jónsdóttir vinnukona, f. 1833, d. 13. febrúar 1907.
Hálfbróðir Bjarna, af sama föður, var
1. Sigurður Sveinsson í Nýborg, f. 28. júlí 1841, d. 11. maí 1929.
Bjarni var tökubarn á Rauðafelli 1870, var á Sleif í Sigluvíkursókn, Rang. 1880, vinnumaður á Hrútafelli u. Eyjafjöllum 1890, vinnumaður í Nýborg í Eyjum, er hann drukknaði við Klettsnef 1901.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.