Brynjólfur Sveinsson (Ofanleiti)
Brynjólfur Sveinsson frá Ofanleiti, afgreiðslumaður, frystihússstjóri fæddist þar 5. janúar 1909 og lést 23. júní 1973.
Foreldrar hans voru Sveinn Guðmundsson frá Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum, f. þar 16. desember 1884, d. 20. september 1931 í Vík í Mýrdal, og kona hans Matthildur Einarsdóttir frá Suður-Vík, húsfreyja, f. þar 15. maí 1884, d. 31. desember 1949.
Brynjólfur var með foreldrum sínum á Ofanleiti, hjá þeim á Reyni í Mýrdal 1909-1910, í Vík þar 1910-1928, vinnumaður þar 1928-1929, bjó með foreldrum sínum 1929-1931, bjó síðar með móður sinni 1931-1947, var afgreiðslumaður, síðan frystihússstjóri.
Hann lést 1973.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.