Sveinn Guðmundsson (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sveinn Guðmundsson frá Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum, lausamaður, smiður fæddist þar 16. desember 1884 og lést 20. september 1931 í Vík í Mýrdal.
Foreldrar hans voru Guðmundur Oddsson bóndi, f. 18. apríl 1862, d. 3. febrúar 1896, og Guðrún Guðmundsdóttir frá Klömbrum u. Eyjafjöllum, f. 5. febrúar 1859, d. 6. apríl 1938 í Vík í Mýrdal.

Sveinn var vikadrengur í Skaftárdal á Síðu 1896-1898, tökudrengur í Eintúnahálsi á Síðu 1898-1899, léttadrengur í Holti 1899-1900, vinnudrengur á Prestbakka á Síðu 1900-1901, vinnumaður á Breiðabólstað þar 1902-1904, á Hörgslandi þar 1904-1905, bjó í Eyjum og kom þaðan 1909, var lausamaður á Reyni í Mýrdal 1909-1910, snikkari í Vík þar 1910-1928, bjó í Vík til æviloka.
Þau Matthildur giftu sig 1909, eignuðust fjögur börn.
Sveinn lést 1931 og Matthildur 1949.

I. Kona Sveins, (11. júlí 1909), var Matthildur Einarsdóttir frá Suður-Vík í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 15. maí 1884, d. 31. desember 1949 í Rvk.
Börn þeirra:
1. Brynjólfur Sveinsson afgreiðslumaður, frystihússstjóri, f. 5. janúar 1909, d. 23. júní 1973.
2. Svanhvít Sveinsdóttir, f. 22. janúar 1911, d. 28. október 1984.
3. Þorgerður Guðrún Sveinsdóttir, f. 8. janúar 1915, d. 10. apríl 1990.
4. Sigríður Sóley Sveinsdóttir Hallgrímsson, f. 26. maí 1918, d. 17. júní 2006.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.