Samúel Maríus Friðriksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. janúar 2024 kl. 13:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. janúar 2024 kl. 13:05 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Samúel Maríus Friðriksson sjómaður fæddist 25. júní 1941 á Skálum á Langanesi og lést 4. september 1995 á Sjúkrahúsi Suðurnesja.
Foreldrar hans voru Friðrik Jóhannsson, f. 1. febrúar 1917, d. 17. febrúar 1948, og kona hans Jóhanna Soffía Hansen húsfreyja, f. 26. maí 1921, d. 5. apríl 1992.

Samúel var með foreldrum sínum í æsku, en hann missti föður sinn 1948. Hann var með móður sinni og Lúðvíki Jóhannssyni síðari manni hennar á Þórshöfn og í Heiðarhöfn á Langanesi.
Hann dvaldi tvö ár í Noregi.
Þau Dagbjört bjuggu saman, en slitu samvistir.
Þau Jóhanna giftu sig, eignuðust ekki barn saman, en eignuðust kjörbarn og Jóhanna eignaðist barn áður. Þau bjuggu við Herjólfsgötu 8 1972, en fluttu til Grindavíkur 1981 og bjuggu þar síðan.
Samúel lést 1995.

I. Kona Samúels er Jóhanna Alfreðsdóttir ættuð frá Geithálsi, húsfreyja, f. 7. apríl 1945.
Barn þeirra, kjörbarn
1. Alfreð Hjörtur Samúelsson, f. 22. febrúar 1979.
Barn Jóhönnu:
2. Guðni Einar Bragason, f. 10. september 1966.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.