Guðný Ingunn Ólafsdóttir
Guðný Ingunn Ólafsdóttir frá Fjalli á Skeiðum, Árn., húsfreyja fæddist 22. ágúst 1873 og lést 4. júní 1932.
Foreldrar hennar voru Ólafur Stefánsson bóndi, f. 3. júní 1829, d. 29. mars 1879, og kona hans Margrét Ófeigsdóttir húsfreyja, f. 8. janúar 1840, d. 27. ágúst 1910.
Þau Helgi giftu sig 1901 á Seyðisfirði, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Seyðisfirði 1901-1902, á Akureyri 1902 til 1906, í Rvk 1906 til 1909. Þau bjuggu í Breiðholti við Vestmannabraut 52 1909-1912, en fluttu þá til Rvk.
Guðný lést 1932 og Helgi 1943.
I. Maður Guðnýjar, (9. nóvember 1901), var Helgi Guðmundsson frá Hólshúsi, málarameistari, f. 26. janúar 1877 á Brekkum í Mýrdal, d. 5. maí 1943 í Rvk.
Börn þeirra hér:
1. Ólafur Helgason læknir, f. 14. janúar 1903, d. 1. nóvember 1970.
2. Guðrún Elín Júlía Helgadóttir skrifstofukona í Reykjavík, f. 7. júlí 1904, d. 19. desember 1995.
3. Margrét Helgadóttir húsfreyja, gjaldkeri í Reykjavík, f. 22. ágúst 1907, d. 11. júlí 1982.
4. Kristín Helgadóttir, f. 17. mars 1916, d. 11. september 2007.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Íslenskir málarar – Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson málari tók saman. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.