Guðrún Elín Júlía Helgadóttir
Guðrún Elín Júlía Helgadóttir húsfreyja, verslunarmaður fæddist 7. júlí 1904 á Akureyri og lést 19. desember 1995 í Rvk.
Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson frá Hólshúsi, málarameistari, f. 26. janúar 1877 á Brekkum í Mýrdal, d. 5. maí 1943 í Rvk, og fyrri kona hans Guðný Ingunn Ólafsdóttir frá Fjalli á Skeiðum, Árn., húsfreyja, f. 22. ágúst 1873, d. 4. janúar 1932.
Börn Guðnýjar Ingunnar og Helga:
1. Ólafur Helgason læknir, f. 14. janúar 1903, d. 1. nóvember 1970.
2. Guðrún Elín Júlía Helgadóttir húsfreyja, skrifstofukona í Reykjavík, f. 7. júlí 1904, d. 19. desember 1995.
3. Margrét Helgadóttir húsfreyja, gjaldkeri í Reykjavík, f. 22. ágúst 1907, d. 11. júlí 1982.
4. Kristín Helgadóttir, f. 17. mars 1916, d. 11. september 2007.
Guðrún var með foreldrum sínum, á Akureyri, Vestmannaeyjum og Rvk.
Þau Pétur giftu sig 1934, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Barónsstíg og við Laufásveg í Rvk.
Pétur lést 1960 og Guðrún 1995.
I. Maður Guðrúnar, (10. október 1934), var Pétur Þórðarson Bergsson verslunarmaður, ökukennari, f. 3. september 1904 í Rvk, d. 6. ágúst 1960. Foreldrar hans voru Bergur Jónsson, f. 26. febrúar 1865, d. 14. maí 1950, og Þórey Pétursdóttir, f. 27. nóvember 1862, d. 25. janúar 1952.
Barn þeirra:
1. Guðný Helga Pétursdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 6. maí 1935, d. 3. júlí 1989. Maður hennar Gunnar Pétur Pétursson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 5. janúar 1996. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.