Sveinn Snorrason (lögfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. október 2023 kl. 13:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. október 2023 kl. 13:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Sveinn Snorrason. '''Sveinn Snorrason''' lögfræðingur fæddist 21. maí 1925 á Seyðisfirði og lést 3. september 2018.<br> Foreldrar hans voru Snorri Lárusson símritari, síðar fulltrúi, f. 26. ágúst 1899, d. 6. maí 1980, og kona hans Unnur Sveinsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1904, d. 28. apríl 1986. Sveinn var með foreldrum sínum, á Seyðisfirði, flutti með þeim til Akureyrar 1939.<br> Hann vann á sínum y...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sveinn Snorrason.

Sveinn Snorrason lögfræðingur fæddist 21. maí 1925 á Seyðisfirði og lést 3. september 2018.
Foreldrar hans voru Snorri Lárusson símritari, síðar fulltrúi, f. 26. ágúst 1899, d. 6. maí 1980, og kona hans Unnur Sveinsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1904, d. 28. apríl 1986.

Sveinn var með foreldrum sínum, á Seyðisfirði, flutti með þeim til Akureyrar 1939.
Hann vann á sínum yngri árum margvísleg störf, meðal annars við skipaviðgerðir, sjómennsku og í vegavinnu.
Sveinn varð stúdent í M.A. 1946, lauk lögfræðiprófum (cand. jur.) í H.Í. 1951. Hann hlaut hérðasdómsréttindi 1955 og varð hæstaréttarlögmaður 1961.
Hann var þingskrifari á námsárum sínum, var síðar fulltrúi bæjarfógetans í Eyjum og fulltrúi hjá Sakadómi Reykjavíkur.
Sveinn rak eigin málflutningsstofu í Rvk frá 1. desember 1959, síðar LEX málflutningsstofu til ársins 2002, var jafnframt framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Íslands frá 1960-1965.
Hann tók nokkrum sinnum sæti hæstaréttardómara, var formaður gerðardóms Verslunarráðs Íslands um skeið frá stofnun hans og var einnig fulltrúi Íslands í gerðardómi Alþjóðaverslunarráðsins í París.
Sveinn var skipaður í dómnefndir til að meta hæfi umsækjenda um kennarastöður við lagadeild H.Í. og var prófdómari um hæfi lögmannsefna.
Hann lék golf af kappi.
Hann sat í stjórn Lögfræðingafélags Íslands, var formaður þess 1986-1988.
Sveinn var forseti Golfsambands Íslands frá 1962-70 og einn stofnfélaga Lionsklúbbsins Njarðar árið 1960.
Hann var sæmdur gullmerki Kaupmannasamtakanna 1990 og var kjörinn heiðursfélagi Lögfræðingafélags Íslands 1996. Hann var sæmdur gullmerki Golfsambandsins og gullmerki Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.
Þau Ellen-Margrethe giftu sig 1949, eignuðust tvö börn.
Sveinn lést 2018 og Ellen 2023.

I. Kona Sveins, (12. nóvember 1949), var Ellen-Margrethe Snorrason (Ketty Ellen-Margrethe Åberg) húsfreyja, f. 21. október 1928, d. 26. febrúar 2023. Systir hennar var Helga Åberg. Foreldrar þeirra voru Henry August Åberg af dönskum og sænskum ættum, rafvirkjameistari, f. 3. október 1900, d. 10. maí 1946 og Nanna Jónbjörg Jónsdóttir Åberg, síðar Magnússon, húsfreyja, kjólameistari, f. 6. nóvember 1898, d. 10. jan. 1970. Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason frá Hörgsdal á Síðu, trésmiður, f. 7. sept.1872, d. 11. júlí 1932, og Regína Magdalena Filippusdóttir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi, húsfreyja, ljósmóðir, f. 8. október 1877, d. 22. maí 1965.
Börn Ellenar og Sveins:
1. Helga Sveinsdóttir Sebach, lyfsali, f. 24. janúar 1952. Maður hennar Alain Sebach.
2. Regína Sveinsdóttir, lyfjatæknir, f. 3. ágúst 1955. Fyrrum maður hennar Sverrir Hafsteinsson. Maður hennar Jóhann Friðbjörnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.