Rósa Friðriksdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. september 2023 kl. 14:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. september 2023 kl. 14:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Rósa Friðriksdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Rósa Friðriksdóttir.

Rósa Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 15. desember 1957 í Eyjum.
Foreldrar hennar Friðrik Pétursson kennari, f. 9. apríl 1924, d. 30. júlí 2009, og barnsmóðir hans Áslaug Jónsdóttir frá Flatey, afgreiðslukona, f. 6. október 1926, d. 20. desember 2007.
Fósturfaðir Rósu Jón Björnsson loftskeytamaður, f. 7. febrúar 1910, d. 17. nóvember 1992.

Rósa lauk 6. bekk í Lindargötuskóla í Rvk 1976, lauk námi í H.S.Í. í september 1979.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum september 1979 til janúar 1980, sjúkrahúsinu á Hvammstanga febrúar 1980 til júní 1983, á hjúkrunarheimiliinu Nörrevang í Horsens í Danmörku júlí 1983 til janúar 1985, geðdeild Borgarspítalans í Arnarholti frá ágúst 1987. (Þannig 1990).
Þau Ólafur giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Maður Rósu er Ólafur Halldórsson byggingafræðingur, f. 3. desember 1957. Foreldrar hans Halldór Jón Ólafsson húsgagnabólstrari, f. 1. mars 1936, d. 15. september 2004, og Jónína Kristjana Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1937.
Börn þeirra:
1. Guðrún María Ólafsdóttir, f. 1. júní 1990.
2. Kristján Ólafsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.