Ragnar Guðmundsson (rakari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. ágúst 2023 kl. 19:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. ágúst 2023 kl. 19:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ragnar Guðmundsson (rakari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Ragnar Guðmundsson rakarameistari fæddist 8. desember 1940 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ragnarsson starfsmaður hjá Agli Vilhjálmssyni, f. 19. maí 1920, d. 21. febrúar 1981, og kona hans Hólmfríður Magdalena Bergmann Carlsson húsfreyja, f. 23. júní 1923, d. 4. apríl 2021.

Ragnar lærði rakaraiðn, lauk sveinsprófi 1961 og fékk meistararéttindi um 1980.
Hann flutti til Eyja 1964, vann fyrst á stofu sinni við Bárustíg, en flutti á stofu Einars rakara í Kaupangi og þeir unnu þar saman í 12 ár.
Þau María giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Sigríður giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Huldulandi við Heiðarveg 41, þá í Hásteinsblokkinni, en búa nú við Hrauntún.

I. Kona Ragnars, skildu, var María Sigrún Jónína Óladóttir, f. 21. júlí 1942, d. 5. desember 2016. Foreldrar hennar Óli Sigurbjörn Baldvinsson, f. 5. febrúar 1915, d. 9. febrúar 1952, og Jónína Sigrún Sturlaugsdóttir, f. 24. október 1920, d. 20. desember 2017.
Börn þeirra:
1. Berlind Ragnarsdóttir, f. 15. nóvember 1960.
2. Guðmundur Óli Ragnarsson, f. 10. september 1961.

II. Kona Ragnars, (13. janúar 1963), er Sigríður Þóroddsdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 8. september 1943 á Ekru við Urðaveg 20.
Börn þeirra:
3. Helga Ragnarsdóttir innflytjandi, hárgreiðsludama, f. 9. apríl 1963. Maður hennar Hjálmar Kristmannsson.
4. Viktor Ragnarsson hársnyrtimeistari, rekur Hárstofu Viktors., f. 26. ágúst 1972. Kona hans Valgerður Jónsdóttir Halldórssonar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.