Elly Thomsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. ágúst 2023 kl. 11:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2023 kl. 11:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Elly Anna Thomsen Aðalsteinsson''' húsfreyja fæddist 30. júní 1912 í Reykjavík og lést 1. apríl 1996 í Sunnuhlíð í Kópavogi.<br> Foreldrar hennar voru Thomas Thomsen vélsmiður frá Sagen á Jótlandi, f. 11. apríl 1983, d. 14. september 1949, og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir frá Hofi í Svarfaðardal, húsfreyja, f. 2. júní 1885, d. 28. október 1954. Börn Sigurlaugar og Thomasar:<br> 1. Elly Thomsen|Elly...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Elly Anna Thomsen Aðalsteinsson húsfreyja fæddist 30. júní 1912 í Reykjavík og lést 1. apríl 1996 í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Thomas Thomsen vélsmiður frá Sagen á Jótlandi, f. 11. apríl 1983, d. 14. september 1949, og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir frá Hofi í Svarfaðardal, húsfreyja, f. 2. júní 1885, d. 28. október 1954.

Börn Sigurlaugar og Thomasar:
1. Elly Anna Thomsen Aðalsteinsson húsfreyja í Reykjavík, f. 30. júní 1912, d. 1. apríl 1996. Maður hennar Friðbjörn Aðalsteinsson.
Fóstursonur hjónanna var
2. Aðalsteinn Jóhannsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 6. ágúst 1913 í Bolungarvík, d. 12. júní 1998. Kona hans Hulda Óskarsdóttir.

Elly var með foreldrum sínum í æsku, í Reykjavík, fluttist með þeim til Eyja 1912. Hún flutti að heiman 1929, líklega til skólagöngu.
Þau Friðbjörn giftu sig 1947, en hann lést einum og hálfum mánuði eftir brúðkaupið.

I. Maður Ellyjar, (29. júní 1947), var Friðbjörn Theodór Aðalsteinsson fyrrum skrifstofustjóri Landsíma Íslands og yfirmaður fjarskipta í landinu, f. 30. desember 1890, d. 19. ágúst 1947. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Eyfjörð Friðbjörnsson bókbindari á Akureyri, f. 1. október 1862, d. 3. júní 1894, og Anna Karólína Guðmundsdóttir, f. 6. apríl 1865, d. 2. apríl 1939.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.