Aðalsteinn Jóhannsson (Sólnesi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Aðalsteinn Jóhannsson tæknifræðingur, járnsmiður, vélfræðingur, framkvæmdastjóri fæddist 6. ágúst 1913 í Bolungarvík og lést 12. júní 1998.
Foreldrar hans voru Jóhann Eyfirðingur Jónsson, kaupmaður og útgerðarmaður, síðar á Ísafirði, f. 26. apríl 1877, d. 19. október 1959, og fyrri kona hans Salóme Gísladóttir húsfreyja, f. 27. nóvember 1886, d. 17. apríl 1920.

Aðalsteinn var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var á sjöunda árinu. Hann var sendur í fóstur til Thomas Thomsen vélfræðings á Sólnesi, f. 11. apríl 1883, d. 14. september 1949, og konu hans Sigurlaugar Jónsdóttur Thomsen húsfreyju, föðursystur sinnar, f. 2. júní 1885, d. 28. október 1954.

Aðalsteinn lauk námi í vélsmíði árið 1935 og prófi frá Odense Maskinteknikum 1939.
Hann vann að loknu námi hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn, síðan hjá Hamri hf. og Landssmiðjunni, en stofnaði ásamt öðrum fyrirtækið A. Jóhannsson og Smith hf. árið 1944 og rak það í röskan aldarþriðjung. Auk þess kenndi hann lengi í Iðnskólanum í Reykjavík.
Þau Hulda giftu sig 1941, eignuðust þrjú börn.
Aðalsteinn lést 1998.

I. Kona Aðalsteins, (26. október 1941), er Hulda Óskarsdóttir húsfreyja, f. 5. september 1919. Foreldrar hennar voru Einar Óskar Árnason rakarameistari, f. 28. júní 1894, d. 11. nóvember 1957, og kona hans Guðný Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1894, d. 23. desember 1978.
Börn þeirra:
1. Guðný Aðalsteinsdóttir, f. 22. febrúar 1942. Maður hennar Sverrir Haukur Gunnlaugsson.
2. Sigurlaug Aðalsteinsdóttir, f. 28. desember 1944. Maður hennar Eggert Jónsson.
3. Auður María Aðalsteinsdóttir, f. 19. desember 1950. Maður hennar Vilhjálmur Bjarnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.