Jóhann Kristinsson (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. ágúst 2023 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. ágúst 2023 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jóhann Kristinsson''' skrifstofumaður, verslunarmaður í Reykjavík fæddist 9. janúar 1913 á Löndum og lést 13. október 1985.<br> Foreldrar hans voru Kristinn Ástgeirsson frá Miðhúsum, sjómaður, f. 6. ágúst 1894, d. 31. júlí 1981, og barnsmóðir hans Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir, síðar húsfreyja á Löndum, f. 23. október 1884 á Efri-Hömrum í Holtum, Rang., d. 9. desember 1968. Jóha...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Kristinsson skrifstofumaður, verslunarmaður í Reykjavík fæddist 9. janúar 1913 á Löndum og lést 13. október 1985.
Foreldrar hans voru Kristinn Ástgeirsson frá Miðhúsum, sjómaður, f. 6. ágúst 1894, d. 31. júlí 1981, og barnsmóðir hans Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir, síðar húsfreyja á Löndum, f. 23. október 1884 á Efri-Hömrum í Holtum, Rang., d. 9. desember 1968.

Jóhann varð skrifstofumaður og verslunarmaður í Reykjavík.
Þau Sigríður giftu sig 1947, eignuðust tvö börn.
Jóhann lést 1985 og Sigríður 2010.

I. Kona Jóhanns, (11. janúar 1947), var Sigríður Hildur Þórðardóttir kennari, f. 2. maí 1920 í Reykjavík, d. 6. mars 2010. Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson verkstjóri frá Brennu á Eyrarbakka, f. 21. janúar 1874, d. 18. október 1920, og kona hans Guðrún Ingunn Sigurðardóttir húsfreyja frá Neistakoti á Eyrarbakka, f. 29. nóvember 1879, d. 20. september 1948.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Ingunn Jóhannsdóttir læknir í Svíþjóð, f. 6. mars 1949.
2. Jóhann Guðmundur Jóhannsson tónfræðingur, eðlisfræðingur, f. 9. maí 1955.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.