Einar Bragi Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. júlí 2023 kl. 13:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. júlí 2023 kl. 13:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Einar Bragi Sigurðsson. '''Einar Bragi Sigurðsson''' kennari, ljóðskáld fæddist 7. apríl 1921 á Eskifirði og lést 26. mars 2005.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Jóhannsson frá Kambshjáleigu í Hálsþinghá, S.-Múl., skipstjóri, f. 23. desember 1891, drukknaði 5. nóvember 1946, og kona hans Jóhanna ''Borghildur'' Einarsdóttir frá Gamla-Garði í Suðursveit, A.-Skaft., húsfreyja, f. 28. apríl 1898, d. 2...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Einar Bragi Sigurðsson.

Einar Bragi Sigurðsson kennari, ljóðskáld fæddist 7. apríl 1921 á Eskifirði og lést 26. mars 2005.
Foreldrar hans voru Sigurður Jóhannsson frá Kambshjáleigu í Hálsþinghá, S.-Múl., skipstjóri, f. 23. desember 1891, drukknaði 5. nóvember 1946, og kona hans Jóhanna Borghildur Einarsdóttir frá Gamla-Garði í Suðursveit, A.-Skaft., húsfreyja, f. 28. apríl 1898, d. 26. janúar 1981.

Einar nam í Héraðsskólanum á Laugum, eldri deild 1938-1939, í Menntaskólanum á Akureyri (2.-4. bekkur) 1939-1942, varð stúdent þar utan skóla 1944. Hann las húmanistísk fræði (leiklistarsögu, bókmenntir og listasögu) í háslólanum í Lundi í Svíþjóð 1945-1947, í Stokkhólmi 1950-1953.
Hann var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1944-1945 og 1947-1948, gagnfræðaskólanum Flensborg í Hafnarfirði 1958-1959, stundakennari í Laugarnesskóla frá 1959, einnig Vogaskóla 1959-1960.
Einar stundaði margvísleg störf í sveit og kaupstöðum, m.a. í síldarverksmiðju á Raufarhöfn sumrin 1943 og 1944 og 1947 og 1948, var blaðamaður við Þjóðviljann sumarið 1945, næturvörður við ritsímann í Stokkhólmi sumarið 1950, starfsmaður í vöruhúsi PUB Stokkhólmi sumarið 1951, póstmaður í Stokkhólmi sumarið 1952, verkamaður í Reykjavík og á Raufarhöfn sumurin 1953-1955 og 1958-1959, leiðsögumaður ferðamanna erlendis sumurin 1956 og 1957.
Einar Bragi var ritari Rithöfundafélags Íslands 1955-1956, í stjór Rithöfundasambands Íslands 1959-1960, átti sæti í framkvæmdaráði Friðlýsts Íslands, samtaka rithöfunda og verkamanna frá stofnun 1958, átti sæti í framkvæmdanefnd Samtaka hernámsandstæðinga frá stofnun 1960.
Einar Bragi stofnaði tímaritið Birting 1953 og rak það í tvö ár, var einn af stofnendum Birtings yngri og var ritstjóri þess ásamt Herði Ágústssyni, Jóni Óskari og Thor Vilhjálmssyni.
Helstu rit Einars Braga, ljóðabækur og þýðingar:
Eitt kvöld í júní (1950)
Svanur á báru (1952)
Gestaboð um nótt (1953)
Regn í maí (1957)
Hreintjarnir (1960) (2. útgáfa 1962)
Í ljósmálinu (1970)
Ljóð (1983) (úrval)
Ljós í augum dagsins (2000) (úrval)
Þýðingar:
Hvísla að klettinum (1981) (ljóð og laust mál)
Bjartir frostdagar eftir Rauni Magga Lukkari (2001)
Móðir hafsins eftir Synnøve Persen (2001)
Kaldrifjaður félagi eftir Rose-Marie Huuva (2002)
Handan snæfjalla eftir Paulus Utsi (2002)
Víðernin í brjósti mér eftir Nils-Aslak Valkeapää (2003)
Undir norðurljósum – samísk ljóð (2003). Í henni eru þýðingar á ljóðum fjórtán samískra samtíðarskálda og í eftirmála hennar kemur fram að hann hafi nú þýtt ljóð þrjátíu samískra skálda auk sýnishorna „af jojktextum, þjóðsögum og ævintýrum frá fyrri öldum.“
Þau Kristín giftu sig 1945, eignuðust tvö börn.
Kristín lést 2004 og Einar Bragi 2005.

I. Kona Einars Braga, (10. maí 1935), var Kristín Jónsdóttir frá Ærlækjarseli í Öxarfirði, húsfreyja, leikskólastarfsmaður, f. 19. janúar 1920, d. 1. nóvember 2004.
Börn þeirra:
1. Borghildur Einarsdóttir læknir, f. 24. febrúar 1946. Fyrrum maður hennar Viðar Strand. Maður hennar Rudolf Rafn Adolfsson.
2. Jón Arnar Einarsson húsgagna- og innanhússhönnuður, f. 12. febrúar 1949. Fyrrum kona hans Sigrún Guðmundsdóttir. Barnsmóðir hans Ingunn Ásdísardóttir. Kona hans Elma Hrafnsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.