Jón Arnar Einarsson
Jón Arnar Einarsson húsgagna– og innanhússhönnuður fæddist 12. febrúar 1949 á Fífilgötu 2.
Foreldrar hans voru Einar Bragi Sigurðsson kennari, ljóðskáld, f. 7. apríl 1920, d. 26. mars 2005, og Kona hans Kristín Guðmunda Jónsdóttir húsfreyja, vefari, leikskólastarfsmaður, f. 9. janúar 1920, d. 1. nóvember 2004.
Börn Kristínar og Einars Braga:
1. Borghildur Einarsdóttir geðlæknir, f. 24. febrúar 1946. Fyrrum maður hennar Viðar Strand. Maður hennar Rudolf Rafn Adolfsson.
2. Jón Arnar Einarsson húsgagna- og innanhússhönnuður, f. 12. febrúar 1949. Fyrrum kona hans Sigrún Guðmundsdóttir. Barnsmóðir hans Ingunn Ásdísardóttir. Kona hans Elma Hrafnsdóttir.
Jón Einar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði húsgagnasmíði og innanhússhönnun, vann við iðn sína á Selfossi, bjó síðar í Reykjavík.
Þau Sigrún giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Hann eignaðist barn með Svanhvíti 1998.
Þau Elma giftu sig, eignuðust eitt barn.
I. Kona Jóns Arnars, (skildu), er Sigrún Guðmundsdóttir lektor í listgreinum við K.H.Í, f. 7. apríl 1948. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ingólfur Gestsson mótasmiður, síðar verslunarmaður, f. 11. desember 1925, d. 28. desember 2001, og kona hans Karólína Steinunn Halldórsdóttir húsfreyja, f. 29. mars 1927, d. 10. mars 2009.
Börn þeirra:
1. Arthur Orri Jónsson ljósmyndari, f. 5. nóvember 1970. Kona hans Þórdís Valdimarsdóttir.
2. Arnar Þorri Jónsson, f. 12. mars 1975. Barnsmóðir hans Svanhvít Tryggvadóttir.
II. Barnsmóðirr Jóns Einars er Ingunn Ásdísardóttir, f. 8. nóvember 1952.
Barn þeirra:
3. Ásdís Gríma Jónsdóttir, f. 7. desember 1979.
III. Kona Jóns var Elma Ósk Hrafnsdóttir, f. 4. febrúar 1956, d. 2. apríl 2022. Foreldrar hennar Hrafn Benediktsson, f. 14. desember 1933, og Finnlaug Guðbjörg Óskarsdóttir, f. 20. febrúar 1938.
Barn þeirra:
4. Kristín Birta Jónsdóttir, f. 6. júní 1982.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.