Gísli Eiríksson (verkstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. júní 2023 kl. 11:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júní 2023 kl. 11:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Gísli Eiríksson (verkstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Eiríksson.

Gísli Eiríksson frá Ármótum við Skólaveg 14, sjómaður, verslunarmaður, fiskimatsmaður, verkstjóri fæddist 29. september 1963 í Eyjum og lést 20. júní 2023.
Foreldrar hans Eiríkur Gíslason sjómaður, verkstjóri, f. 13. júní 1941, d. 13. september 1995, og kona hans Eiríka Pálína Markúsdóttir frá Ármótum, húsfreyja, f. 19. júní 1942.

Gísli var með móður sinni á Ármótum, síðan með foreldrum sínum í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og Eyrarbakka.
Hann flutti til Eyja 16 ára, varð sjómaður, lengst á togaranum Jóni Vídalín. Hann flutti á Akranes var þar verslunarmaður og sjómaður, flutti til Þorlákshafnar varð þar fiskimatsmaður og verkstjóri, fyrst hjá Auðbjörgu, en síðan hjá Skinney-Þinganesi.
Gísli var í Háfeta, hestamannafélagi Þorlákshafnar, félagi í Kiwanisklúbbnum Ölveri, varð forseti félagsins 2016, vann til verðlauna í golfi.
Þau Erla giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Þórunn giftu sig, eignuðust ekki börn saman.
Gísli lést 2023.

I. Kona Gísla, skildu, er Erla Ólafsdóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1958. Foreldrar hennar Ólafur Jónsson frá Katanesi á Hvalfjarðarströnd, f. 10. júní 1922, d. 1. september 2004, og kona hans Sigríður Þór Sigurjónsdóttir matráðskona, verslunarmaður, f. 3. nóvember 1926, d. 8. janúar 2016.
Börn þeirra:
1. Eiríkur Gíslason, f. 5. október 1985. Kona hans Gunnhildur Þ. Sigurþórsdóttir. Barnsmóðir hans Arnheiður A. Sigurðardóttir.
2. Auður Anna Gísladóttir, f. 7. febrúar 1992. Maður hennar Erlend Molvær.

II. Kona Gísla er Þórunn Jónsdóttir húsfreyja, f.19. ágúst 1966. Foreldrar hennar Jón Pálsson, f. 22. febrúar 1942, d. 18. janúar 2020, og Anna Sæby Lúthersdóttir, 5. júní 1942.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.