Ingibjörg Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. nóvember 2006 kl. 23:21 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. nóvember 2006 kl. 23:21 eftir Frosti (spjall | framlög) (setti inn upplýsingar um systkini)
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Johnsen fæddist í Vestmannaeyjum 1. júlí 1922 og lést 21. júlí 2006. Foreldrar hennar voru Margrét Marta Jónsdóttir (fædd að Kirkjulandi í Landeyjum 5. mars 1895, dáin 15. maí 1948) og Árni J. Johnsen (fæddur í Fridendal 13. október 1892, dáinn 15. apríl 1963). Systkini Ingibjargar voru sjö og í aldursröð: Gísli fæddur í Fridendal 18. október 1916, Anna Svala fædd á sama stað 19. október 1917, Jón Hlöðver fæddur á sama stað 11. febrúar 1919, Áslaug fædd í Stakkholti 10. júní 1927 og Sigfús Jörundur fæddur í Árdal (við Hilmisgötu 5) 25. nóvember 1930. Það hús byggði faðir þeirra systkina. Guðfinnur Grétar og Jóhannes eru Imbu samfeðra, móðir þeirra hét Olga Karlsdóttir.

Ingibjörg giftist Bjarnhéðni Elíassyni frá Rangárvöllum árið 1945. Börn Ingibjargar og Bjarnhéðins eru Árni, Margrét Áslaug, Þröstur og Elías Bjarnhéðinn. Ingibjörg ólst upp í Suðurgarði en ásamt manni sínum bjó hún í Ásnesi um langan tíma.


Ingibjörg sem var oftast kölluð Imba Johnsen, rak blóma- og gjafavöruverslun í Eyjum í um 50 ár. Hún vann að æskulýðs- og bindindismálum með hundruðum ungmenna í Eyjum. Hún gegndi auk þess margvíslegum trúnaðarstörfum í félagsmálum og stýrði starfi templara um áratuga skeið og starfaði með Stórstúku Íslands, landssamtökum bindindismanna. Ingibjörg vann við barnavernd, tók virkan þátt í starfi kirkju og KFUM og K og sinnti þannig margs konar þjónustu í Vestmannaeyjum fyrir hugsjónir sínar.


Heimildir

  • Morgunblaðið, 29. júlí 2006, minningargreinar.