Guðjón Guðjónsson (skólastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. júní 2023 kl. 17:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júní 2023 kl. 17:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðjón Guðjónsson (skólastjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón Guðjónsson.

Guðjón Guðjónsson kennari, skólastjóri fæddist 23. mars 1892 á Akranesi og lést 30. janúar 1971.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson frá Skíðholtakoti í Hraunhreppi, Mýr., skipstjóri, f. 21. júní 1851, drukknaði 16. nóvember 1891, og heitkona hans Ingibjörg Jónsdóttir frá Grafarkoti í Línakradal, V.-Hún., f. 3. október 1864, d. 8. desember 1916.

Guðjón varð gagnfræðingur í Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1914, lauk kennaraprófi 1916, átti námsdvöl í Noregi og Danmörku 1923-1924 (m.a. á kennaranámskeiði í Askov og Kaupmannahöfn). Hann fór námsferðir til Norðurlanda 1931, 1945, 1938 og 1947, námsdvöl í Bandaríkjunum 1953-1954 (orlof).
Hann var kennari í Barnaskólanum í Eyjuym 1916-1917, skólastjóri barnaskólans á Stokkseyri 1917-1919, kennari við barnaskóla í Rvk 1919-1930, skólastjóri barnaskóla Hafnarfjarðar 1930-1954, stundakennari í Samvinnuskólanum 1919-1920, í Kennaraskólanum 1928-1929, gagnfræðaskóla í Rvk 1928-1930, Iðnskólkanum í Hafnarfirði 1942-1948.
Hann hafði umsjón með kvikmyndasafni ríkisins frá 1954, sat í stjórn S. Í. B. 1922-1924, 1925-1942 og 1946-1954 (stundum formaður). Hann átti sæti í stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar 1924-1930, í Útvarpsráði 1930-1935, í stjórn Ríkisútgáfu námsbóka 1938-1942 og 1946-1956, í stjórn Kaupfélags Hafnfirðinga frá stofnun 1945-1954, í milliþinganefnd í launamálum 1943.
Rit:
Leiðbeiningar um vinnubókagerð (ásamt Aðalsteini Sigmundssyni og Guðmundi I. Guðjónssyni) 1935.
Landafræði I-IV, 1939-1942 (Ríkisútgafa námsbóka).
Dægradvalir (ásamt Stefáni Jónssyni), 1944.
Þýðingar. Hann þýddi mikinn fjöldi rita fyrir börn og fullorðna.
Ritstjórn: Hann var ritstjóri Menntamála 1932-1933, Æskunnar 1942-1954.
Þau Ragnheiður giftu sig 1916 í Eyjum, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Fagurhól.
Ragnheiður lést 1967 og Guðjón 1971.

I. Kona Guðjóns, (30. september 1916), var Ragnheiður Jónsdóttir kennari, rithöfundur, f. 9. apríl 1895, d. 9. maí 1967.
Börn þeirra:
1. Jón Ragnar Guðjónsson viðskiptafræðingur, skipstjóri í Boston, f. 20. apríl 1920, d. 26. september 1992. Kona hans Jeanne Huber.
2. Sigrún Guðjónsdóttir kennari, f. 15. nóvember 1926. Maður hennar Gestur Þorgrímsson, látinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.