Smári Grímsson (rafvirkjameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. maí 2023 kl. 13:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. maí 2023 kl. 13:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Smári Eyfjörð Grímsson''' rafvirkjameistari fæddist 6. nóvember 1950 í Grímstungu í Vatnsdal í A.-Hún.<br> Foreldrar hans voru Grímur Heiðland Lárusson bóndi, síðar vaktmaður í Reykjavík, f. 3. júní 1926, d. 23. október 1995, og kona hans Elsa Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1930, d. 16. mars 2020. Smári lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1977. Meistari var Brynj...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Smári Eyfjörð Grímsson rafvirkjameistari fæddist 6. nóvember 1950 í Grímstungu í Vatnsdal í A.-Hún.
Foreldrar hans voru Grímur Heiðland Lárusson bóndi, síðar vaktmaður í Reykjavík, f. 3. júní 1926, d. 23. október 1995, og kona hans Elsa Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1930, d. 16. mars 2020.

Smári lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1977. Meistari var Brynjúlfur Jónatansson.
Smári starfaði hjá Neista og síðan hjá Vinnslustöðinni uns hann flutti til Reykjavíkur, hefur unnið þar hjá Eykt.
Þau Ragnheiður giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Breiðholti við Vestmannabraut 52, síðar við Nýjabæjarbraut.
Ragnheiður lést 2011.
Þau Kristín eru í sambúð.

I. Kona Smára, (1. vetrardag 1975), var Ragnheiður Brynjúlfsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri, f. 22. febrúar 1952 í Breiðholti, d. 4. júlí 2011.
Börn þeirra:
1. Sigrún Elsa Smáradóttir matvæla- og viðskiptafræðingur, f. 27. nóvember 1972. Fyrrum maður hennar var Róbert Marshall. Sambýlismaður Vilhjálmur Goði Friðriksson.
2. Sigríður Bríet Smáradóttir, sálfræðingur, f. 22. september 1983. Sambýlismaður Sigurður Sigurðsson.
3. Steinunn Lilja Smáradóttir verkefnastjóri, BA-mannfræðingur, nemi í alþjóðaviðskiptum, f. 22. september 1983. Sambýlismaður hennar Kristinn Már Matthíasson.

I. Sambúðarkona Smára er Kristín Indíana Marteinsdóttir, f. 24. júní 1956. Foreldrar hennar voru Marteinn Ágúst Sigurðsson bóndi, smiður, f. 17. október 1923, d. 27. maí 1999, og kona hans Þuríður Indriðadóttir frá Gilá í A.-Hún., húsfreyja, f. 8. júní 1925, d. 25. ágúst 1993.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Smári.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.