Vésteinn Ólason
Vésteinn Ólason prófessor, forstöðumaður fæddist 14. febrúar 1939 á Höfn í Hornafirði.
Foreldrar hans voru Óli Kristján Guðbrandsson skólastjóri, f. 5. apríl 1899, d. 27. júli 1970, og kona hans Aðalbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1908, d. 1. mars 1999.
Vésteinn var með foreldrum sínum.
Hann lauk landsprófi í Héraðsskólanum í Skógum 1955, varð stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1959, nam norsku og norskar bókmenntir við Óslóarháskóla 1962-1963, varð mag. art. í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands 1968, lauk doktorsprófi (dr. phil.) í sama skóla 1983.
Vésteinn var kennari í Gagnfræðaskólanum 1960-1961, stundakennari í Menntaskólanum í Reykjavík 1964-1965 og 1967-1968, í Háskóla Íslands vorönn 1968 og 1972-1973. Hann var lektor í íslensku máli og bókmenntum í Háskólanum í Kaupmannahöfn 1968-1972, lektor í almennri bókmenntafræði í Háskóla Íslands 1973-1978, dósent 1978-1980, dósent í íslenskum bókmenntum í sama skóla 1980-1985, prófessor í íslensku í Óslóarháskóla frá 1985-1991, prófessor í íslenskum bókmenntum í Háskóla Íslands 1991-2009.
Vésteinn var forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar 1999-2000. Hann var gistiprófessor í University of California, Berkley, háskólaárið 1988-1999, og í University of New Mexico, Albuquerque, á vormisseri 2017.
Vésteinn var m.a. forseti heimspekideildar 1993-1995 og fulltrúi í Rannsóknaráði Íslands 1994-2000.
Helstu rit Vésteins:
Íslendingasögur I-VIII, útg. ásamt Grími M. Helgasyni 1968-1973.
The Traditional Ballads of Iceland. Historical studies, doktorsritgerð, 1982.
Íslensk bókmenntasaga I-II 1992-1993, ritstjóri og meðhöfundur.
Samræður við söguöld: Frásagnarlist Íslendingasagna og fortíðarmynd 1998.
Eddukvæði I-II, útg. ásamt Jónasi Kristjánssyni 2014.
Viðurkenningar:
Vésteinn var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga 1983, Det norske Videnskabsakademi 1994, Kgl. Gustav Adolfs Akademien 1999, Det kongelige norske videnskabers selskab 2000 og Society of Antiquaries London 2005.
Hann fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin, ásamt meðhöfundum fyrir Íslenska bókmenntasögu I 1992, verðlaun Kgl. Gustav Adolfs Akademien, Dag Strömbäcks fond 1990 fyrir starf að norrænum fræðum, og Gad Rausings-verðlaunin fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði hugvísinda 2010.
Þau Unnur giftu sig 1960, eignuðust tvö börn.
I. Kona Vésteins, (31. desember 1960), er Unnur Jónsdóttir frá Rafnsholti, húsfreyja, kennari, f. 5. apríl 1939.
Börn þeirra:
1. Þóra Vésteinsdóttir hársnyrtir í Reykjavík, f. 5. apríl 1970. Barnsfaðir hennar Kristján Rúnar Sveinsson.
2. Ari Vésteinsson verkfræðingur í Reykjavík, f. 5. febrúar 1972. Kona hans Hulda Lóa Svavarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 14. febrúar 2019. Íslendingar. Vésteinn áttræður.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.