Guðfinnur Traustason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. maí 2023 kl. 14:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. maí 2023 kl. 14:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Guðfinnur Traustason. '''Guðfinnur Traustason''' rafvirki, kennari fæddist 5. mars 1955 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Trausti Indriðason bóndi í Brekkuhúsi og í Unnarholti í Hrunamannahreppi, Árn., f. 17. febrúar 1935 á Siglufirði, og kona hans Elín Sesselja Guðfinnsdóttir frá Herðubreið við Heimagötu 28, húsfreyja, f. 1. febrúar...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðfinnur Traustason.

Guðfinnur Traustason rafvirki, kennari fæddist 5. mars 1955 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Trausti Indriðason bóndi í Brekkuhúsi og í Unnarholti í Hrunamannahreppi, Árn., f. 17. febrúar 1935 á Siglufirði, og kona hans Elín Sesselja Guðfinnsdóttir frá Herðubreið við Heimagötu 28, húsfreyja, f. 1. febrúar 1935.

Börn Elínar og Trausta:
1. Guðfinnur Traustason rafvirkjameistari, kennari, f. 5. mars 1955. Kona hans Guðrún Margrét Njálsdóttir.
2. Indriði Traustason, býr í Sviss, bifvélavirki, garðyrkjumaður, f. 31. maí 1956. Fyrrum kona hans Birgitte Schmidiger.
3. Guðjón Traustason bóndi í Unnarholti, verkamaður, f. 5. mars 1959. Kona hans Anna May Carlson.
4. Guðmundur Traustason húsasmíðameistari, flugstjóri, f. 24. ágúst 1960. Fyrrum kona hans Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir.
5. Elín Jóna Traustadóttir, íþróttakennari, bóndi í Tungufelli í Hrunamannahreppi og kerfisstjóri við Menntaskólann á Laugarvatni, f. 12. júlí 1971. Maður hennar Svanur Einarsson.

Guðfinnur var með foreldrum sínum.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1985. Meistari hans var Valur Guðmundsson.
Hann vann hjá Slippstöð Akureyrar og Rafósi, varð leiðbeinandi í Rafiðnaðarskólanum. Hann var gjaldkeri Rafiðnaðarfélags Norðurlands 1987-1988.
Þau Sigríður Kristín giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Guðrún giftu sig, eiga ekki börn saman. Þau búa á Kerhrauni C 103/104 í Grímsnesi, Árn.

I. Kona Guðfinns, skildu, er Sigríður Kristín Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. nóvember 1956 í Reykjavík. Foreldrar hennar Tryggvi Jakob Arason rafvirkjameistari, f. 7. júní 1929, d. 25. desember 2022, og kona hans Andrea Halldóra Oddsdóttir skrifstofumaður, f. 5. október 1925 í Reykjavík, d. 1. mars 2022.
Börn þeirra:
1. Ari Guðfinnsson tölvunarfræðingur, f. 18. desember 1978.
2. Þóra Guðfinnsdóttir verkfræðingur, f. 26. ágúst 1987.

II. Kona Guðfinns er Guðrún Margrét Njálsdóttir húsfreyja, ritari, f. 21. júní 1951. Foreldrar hennar Njáll Helgason, f. 18. nóvember 1916, d. 12. október 1973, og Alda Einarsdóttir, f. 25. febrúar 1922, d. 28. desember 1988.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðfinnur.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.