Ísleifur Guðleifsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. apríl 2023 kl. 12:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. apríl 2023 kl. 12:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Ísleifur Guðleifsson. '''Ísleifur Guðleifsson''' skipstjóri, verkstjóri, húsvörður, hafnarvörður fæddist 6. desember 1931 á Brekastíg 24 og lést 12. apríl 2023. <br> Foreldrar hans voru Guðleifur Ísleifsson skipstjóri, f. 10. október 1906 í Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, d. 20. mars 1967, og kona hans Ólöf Sveinhildur Helgadóttir frá Grund á Dalatanga í Mjóafirði eystri, húsfreyj...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ísleifur Guðleifsson.

Ísleifur Guðleifsson skipstjóri, verkstjóri, húsvörður, hafnarvörður fæddist 6. desember 1931 á Brekastíg 24 og lést 12. apríl 2023.
Foreldrar hans voru Guðleifur Ísleifsson skipstjóri, f. 10. október 1906 í Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, d. 20. mars 1967, og kona hans Ólöf Sveinhildur Helgadóttir frá Grund á Dalatanga í Mjóafirði eystri, húsfreyja, f. 16. nóvember 1906, d. 19. nóvember 1999.

Börn Ólafar og Guðleifs:
1. Ísleifur Guðleifsson skipstjóri, hafnarvörður, f. 6. desember 1931 á Brekastíg 24, d. 12. apríl 2023. Kona hans Sigrún Haraldsdóttir, látin.
2. Helgi Guðleifsson vélstjóri, f. 24. september 1933 í Nýjabæ. Kona hans Einarína Sigurveig Hauksdóttir.
3. Kristján Guðleifsson bifreiðastjóri, f. 26. febrúar 1935. Kona hans Anna Maggý Guðmundsdóttir.
4. Ingibjörg Sigurlaug Guðleifsdóttir húsfreyja, f. 1. febrúar 1937. Maður hennar Guðmundur Stefánsson.
5. Vilborg Guðleifsdóttir húsfreyja, f. 30. maí 1939, d. 14. apríl 1995.
6. Heiðrún Guðleifsdóttir húsfreyja, f. 18. desember 1948

Ísleifur var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Siglufjarðar 1934, var þar með þeim um tvö ár, en flutti þá með þeim til Hafnarfjarðar, en 17 ára flutti hann með þeim til Keflavíkur.
Hann lauk prófum í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1953.
Ísleifur var sjómaður frá 14 ára aldri, oftast á bátum í Keflavík. Hann var stýrimaður, síðan skipstjóri þar á ýmsum bátum um árabil. Hann var verkstjóri 1979, í Litlu milljón í nokkur ár, var síðan húsvörður í íþróttahúsi Njarðvíkur, en frá 1993 var hann hafnarvörður Reykjaneshafna til starfsloka.
Þau Sigrún giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn. Þau hófu búskap á Seyðisfirði, fluttu til Keflavíkur 1959, bjuggu þar í eitt ár, en fluttu þá í Ytri-Njarðvík, bjuggu þar lengst við Borgarveg.
Ísleifur lést 2023.

I. Kona Ísleifs, (22. október 1960), var Sigrún Haraldsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. 5. ágúst 1933 á Norðfirði, d. 21. maí 2020. Foreldrar hennar voru Haraldur Víglundsson lögreglumaður og tollvörður, f. 9. júlí 1905 á Sléttu í Mjóafirði, d. 21. október 1974, og kona hans Arnbjörg Sverrisdóttir húsfreyja, f. 16. febrúar 1905, d. 4. nóvember 1987.
Börn þeirra:
1. Arnbjörg Ísleifsdóttir, f. 26. apríl 1957.
2. Sveinhildur Ísleifsdóttir, f. 12. mars 1961. Maður hennar Aðalsteinn Smári Valgeirsson, látinn.
3. Mekkin Ísleifsdóttir, f. 28. mars 1963. Maður hennar Guðmundur Sæmundsson.
4. Guðleifur Ísleifsson, f. 4. desember 1964., d. 20. nóvember 2020.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 21. apríl 2023. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.