Friðrik Sigurjónsson (Goðafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. apríl 2023 kl. 10:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. apríl 2023 kl. 10:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Friðrik Jóhannes Sigurjónsson''' bóndi, síðar verkamaður fæddist 20. febrúar 1885 á Féeggsstöðum í Hörgárdal og lést 30. maí 1964.<br> Foreldrar hans voru Sigurjón Jóhannesson bóndi, síðar verkamaður á Akureyri, f. 5. ágúst 1858, d. 3. ágúst 1936, og Þóra Friðriksdóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1864, d. 24. apríl 1934. Friðrik var tökudrengur í Saurbæ í Eyjafirði 1890, vinnuhjú í Ytri-Skjaldarvík í Glæsibæjarsókn þar 1901, k...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Friðrik Jóhannes Sigurjónsson bóndi, síðar verkamaður fæddist 20. febrúar 1885 á Féeggsstöðum í Hörgárdal og lést 30. maí 1964.
Foreldrar hans voru Sigurjón Jóhannesson bóndi, síðar verkamaður á Akureyri, f. 5. ágúst 1858, d. 3. ágúst 1936, og Þóra Friðriksdóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1864, d. 24. apríl 1934.

Friðrik var tökudrengur í Saurbæ í Eyjafirði 1890, vinnuhjú í Ytri-Skjaldarvík í Glæsibæjarsókn þar 1901, kvæntur bóndi í Sandvík þar 1910.
Þau Baldvina giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau voru leigjendur á Þinghól í Eyjafirði 1920.
Baldvina lést 1923.
Þau Jónína Guðrún giftu sig, eignuðust fósturbarn og hún átti barn frá fyrra sambandi.
Hann flutti til Eyja ásamt Jónínu Guðrúnu 1925, bjó með henni og barni hennar á Minni-Núpi við Brekastíg 4 1927 á Goðafelli við Hvítingaveg 3 1930, í Háaskála við Brekastíg 11b 1934, við Hásteinsveg 35 1940. Þau fluttu úr bænum 1942.
Friðrik bjó síðast við Bjargarstíg 2 í Reykjavík.
Hann lést 1964 og Jónína Guðrún 1985.

I. Kona Friðriks var Baldvina Anna Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 31. mars 1886 á Möðruvöllum í Hörgárdal, d. 9. apríl 1923. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Kristinn Björnsson vinnumaður, f. 18. ágúst 1863, d. 26. maí 1926, og kona hans Stefanía Kristveig Jónatansdóttir vinnukona, f. 6. nóvember 1856, d. 18. júní 1935.
Börn þeirra:
1. Reynir Friðriksson vinnumaður, f. 24. ágúst 1909, d. 12. september 1939.
2. Hallgrímur Sigurjón Friðriksson sjómaður, bæjarstarfsmaður á Akureyri, f. 8. september 1911, d. 16. október 1975.
3. Þóra Guðrún Friðriksdóttir húsfreyja, f. 8. desember 1914, d. 4. júní 1983.
4. Björn Svanberg Friðriksson bifreiðastjóri, vinnuvélastjóri, f. 28. september 1920, d. 3. desember 197 5.

II. Kona Friðriks var Jónína Guðrún Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1900 á Haugum í Skriðdal, S.-Múl., síðast í Reykjavík, d. 16. nóvember 1985.
Þau áttu ekki börn saman, en áttu eitt fósturbarn og Jónína Guðrún átti eitt barn áður:
Fósturbarn þeirra var
5. Ólöf Anna Ólafsdóttir, f. 5. september 1930 í Reykjavík.
Barn Guðrúnar:
6. Friðrik Sigurður Elvan Sigurðsson bóndi á Gíslabæ í Breiðavíkurhreppi, Snæf., f. 29. apríl 1924, d. 3. september 1969. Kynfaðir hans var Guðmundur Sigurður Jóhannesson frá Litlu-Giljá í Hún., f. 20. maí 1895, d. 27. desember 1960.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.