Guðrún Vigfúsdóttir (Goðafelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jónína Guðrún Vigfúsdóttir frá Höfðaseli á Völlum, S.-Múl., húsfreyja fæddist 12. febrúar 1900 og lést 16. nóvember 1985 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Viggfús Sveinsson bóndi í Höfðaseli á Völlum, S.-Múl., f. 18. júní 1855, d. 31. desember 1951, og kona hans Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja, f. 13. janúar 1864, d. 21. júlí 1940.

Guðrún var með foreldrum sínum í Höfðaseli 1910, með þeim á Skála á Búðareyri í Reyðarfirði 1920.
Hún eignaðist Friðrik Sigurð Elvan með Guðmundi 1924, flutti til Eyja með Friðriki Sigurjónssyni 1925. Þau bjuggu á Minni-Núpi við Brekastíg 4 1927 á Goðafelli við Hvítingaveg 3 1930, í Háaskála við Brekastíg 11b 1934, við Hásteinsveg 35 1940. Þau áttu ekki barn saman, en Friðrik fóstraði Friðrik son hennar og auk þess áttu þau fósturbarn. Þau fluttu úr bænum 1942, bjuggu síðast við Bjargarstíg 2 í Reykjavík.
Friðrik lést 1964 og Guðrún 1985.

I. Barnsfaðir hennar var Guðmundur Sigurður Jóhannesson frá Litlu-Giljá í Hún., bóndi þar og á Geirastöðum þar, f. 20. maí 1895, d. 27. desember 1960.
Barn þeirra:
1. Friðrik Sigurður Elvan Sigurðsson bóndi á Gíslabæ í Breiðavíkurhreppi, Snæf., f. 29. apríl 1924, d. 3. september 1969.

II. Maður hennar var Friðrik Jóhannes Sigurjónsson, bóndi, sjómaður, verkamaður, f. 20. febrúar 1885 á Féeggsstöðum í Hörgárdal, d. 30. maí 1964.
Fósturbarn þeirra var
2. Ólöf Anna Ólafsdóttir, f. 5. september 1930 í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.