Jóna Kristinsdóttir (ljósmóðir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. október 2006 kl. 11:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. október 2006 kl. 11:13 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóna fæddist 21. des. 1895 í Steinakoti á Árskógsströnd í Eyjafirði, lézt 27. okt. 1975 í Reykjavík.
Hún lauk ljósmæðraprófi við Ljósmæðraskóla Íslands 31. marz 1919, var ljósmóðir í Haganeshreppsumdæmi í Eyjafirði 1919-1921. Eftir það var hún ljósmóðir í Eyjum til 20. ágúst 1949, er hún fluttist til Reykjavíkur. Í Eyjum sinnti hún jafnframt hjúkrun í heimahúsum. Í Reykjavík vann hún á sjúkrahúsinu að Sólheimum 1949-1962.
Hún var einn af stofnfélögum Ljósmæðrafélags Íslands 2. maí 1919 og var gerð að heiðursfélaga 1959. Í Eyjum sat hún í stjórn slysavarnafélagsins Eykindils um árabil og var virkur félagi í Kvenfélaginu Líkn. Hún var heiðruð í Eyjum, er hún hætti störfum þar. Hún dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík frá 1967.
Maki (11. ágúst 1922): Hjálmar verzlunarstjóri, f. 25. jan. 1900, d. 18. ágúst 1940, Eiríks Hjálmarssonar kennara í Eyjum og Sigurveigar Rannveigar Pétursdóttur frá Löndum á Miðnesi í Gullbringusýslu.
Börn þeirra Hjálmars: Sigurbjörg deildarritari á Lanspítalanum, f. 2. apríl 1923 gift Viggó Einarssyni flugvirkja; Eiríkur skrifstofustjóri á Reykjalundi, f. 14. júlí 1924, d. 5. sept. 1971 kvæntur Hlíf Erlendsdóttur frá Keflavík; Helga Ágústa aðalgjaldkeri á skrifstofu Ríkisspítalanna gift Árna Friðjónssyni skrifstofumanni; Anna skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 16. des. 1929 gift Kristleifi Einarssyni eftirlitsmanni hjá Íslenzka Álfélaginu í Straumsvík; Ása gjaldkeri hjá Áfengis- og tóbaksverzlun Ríkisins gift Hauki Ingimarssyni bifreiðasmið; Fríða Kristbjörg læknaritari á Landspítalanum gift (skildu) Birgi Matthíasi Indriðasyni matsveini í Reykjavík. (1982)

Heimildir:

  • Ljósmæður á Íslandi.
  • Sigfús M. Johnsen: Saga Vestmannaeyja