Marinó L. Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. mars 2023 kl. 13:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. mars 2023 kl. 13:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Marinó Líndal Guðmundsson''' verkamaður, sjúklingur fæddist 19. ágúst 1914 í Víðidalstungu í V.-Hún. og lést 21. ágúst 1983 í Reykjavík.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson verkamaður, f. 20. september 1868 í Heiðardalsseli í Strandas., d. 15. júlí 1945 og kona hans Anna Helga Jónasdóttir frá Gafli í Víðidal, V.-Hún., húsfreyja, f. 19. apríl 1882, d. 8. febrúar...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Marinó Líndal Guðmundsson verkamaður, sjúklingur fæddist 19. ágúst 1914 í Víðidalstungu í V.-Hún. og lést 21. ágúst 1983 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson verkamaður, f. 20. september 1868 í Heiðardalsseli í Strandas., d. 15. júlí 1945 og kona hans Anna Helga Jónasdóttir frá Gafli í Víðidal, V.-Hún., húsfreyja, f. 19. apríl 1882, d. 8. febrúar 1933.

Barn Guðmundar og Ólafar Sigurðardóttur:
1. Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, matráðskona, kennari f. 2. maí 1897, d. 6. júlí 1992.
Börn Önnu og Guðmundar:
2. Marinó Líndal Guðmundsson verkamaður, sjúklingur, f. 19. ágúst 1914 í Víðidalstungu í Víðidal, V.-Hún., síðast til heimilis á Hólagötu 23, en var á sjúkrahúsi í Reykjavík, d. 21. ágúst 1983.
3. Sveinbjörn Guðmundsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 28. júní 1921 að Öxl í Sveinsstaðahreppi, A.-Hún., d. 5. júlí 1998.

Marinó var með foreldrum sínum, flutti með þeim frá Brautarholti á Kjalarnesi til Eyja 1924, bjó hjá þeim á Hnjúki við Brekastíg 20 1930, var þar 1931, en farinn úr bænum 1932. Hann kom aftur til föður síns á Hnjúki 1939. Hefur hann líklega verið til lækninga á þessu skeiði. Marinó var verkamaður á Kanastöðum við Hásteinsveg 22 1949. Hann er sagður vera á Kleppi 1972.
Marinó lést 1983 á sjúkrahúsi í Reykjavík.
Hann var ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.