Guðmundur Sveinsson (Hnjúki)
Guðmundur Sveinsson frá Heiðardalsseli í Strandasýslu, verkamaður fæddist þar 20. september 1868 og lést 5. júlí 1945.
Foreldrar hans voru Sveinn Sigvaldason frá Litlu-Hlíð í Víðidal, bóndi víða, m.a. í Heydal í Hrútafirði og Þórðarseli í Gönguskörðum, f. 11. mars 1839, d. 7. apríl 1887, og kona hans Sigríður Þórðardóttir frá Ytri-Knarrartungu í Breiðavík, Snæf., húsfreyja, f. 7. desember 1838, d. 3. nóvember 1921.
Fósturforeldrar Guðmundar voru Sigvaldi Sigvaldason föðurbróðir hans, f. 23. júlí 1830, d. 21. apríl 1910, og kona hans Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1844, d. 10. ágúst 1874, og síðar Lilja Lalíla Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 15. janúar 1844, d. 30. nóvember 1911.
Bróðir Guðmundar, í Eyjum var
1. Sigurbjörn Sveinsson kennari, skáld, rithöfundur, f. 19. október 1978, d. 2. febrúar 1950.
Guðmundur var hjá Sigvalda föðurbróður sínum í Skálholtsvík í Strandasýslu, var hjá honum og Þórunni 1870, hjá honum og Lilju í Heydal í Hrútafirði 1880, vinnumaður þar 1890.
Hann var ráðsmaður á Gauksmýri í Línakradal, V.-Hún. 1895 og 1896 og eignaðist barn með Ólöfu ekkjunni þar 1897, lausamaður í Enniskoti í Víðidal, V.-Hún. 1901, húsmaður þar 1910, var á Gafli þar 1913 og 1915, húsmaður í Miðhópi í Þorkelshólshreppi í Hún. 1920, kvæntur maður í Öxl þar 1921.
Þau Anna Helga voru vinnuhjú í Brautarholti á Kjalarnesi 1922, fluttu þaðan til Eyja 1924. Þau bjuggu í fyrstu á Sólbergi við Brekastíg 3, byggðu Hnjúk við Brekastíg 20 ásamt Sigurbirni Sveinssyni og Guðríði dóttur Guðmundar.
Anna Helga lést 1933.
Guðmundur var á Hnjúki með Sveinbjörn hjá sér 1934. 1939 kom til þeirra Margréti Sigurrós Jónasdóttir, systir Önnu Helgu, f. á Breiðabólstað í Hún. 13. desember 1876, síðast í Eyjum, d. 8. maí 1971. Hún var ráðskona hjá þeim. 1940 voru hjá þeim synir Guðmundar, Sveinbjörn og og Marinó Líndal.
Guðmundur lést 1945.
I. Barnsmóðir Guðmundar var Ólöf Sigurðardóttir húsfreyja, ekkja á Gauksmýri í Línakradal, f. 13. janúar 1865, d. 3. júlí 1925.
Barn þeirra:
1. Guðríður Guðmundsdóttir ráðskona, húsfreyja hjá Sigurbirni föðurbróður sínum; hún f. 2. maí 1897, d. 6. júlí 1992.
II. Kona Guðmundar, (1912), var Anna Helga Jónasdóttir húsfreyja, f. 19. apríl 1882, d. 8. febrúar 1933.
Börn þeirra:
1. Marinó Líndal Guðmundsson verkamaður, sjúklingur, f. 19. ágúst 1914 í Víðidalstungu í Víðidal, V.-Hún., síðast til heimilis á Hólagötu 23, en var á sjúkrahúsi í Reykjavík, d. 21. ágúst 1983.
2. Sveinbjörn Guðmundsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 28. júní 1921 að Öxl í Sveinsstaðahreppi, A.-Hún., d. 5. júlí 1998.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1850-1890. Margir höfundar, en aðalhöfundur: Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Umsjón og ritstjórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1981-1999.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.