Oddur M. Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. mars 2023 kl. 13:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. mars 2023 kl. 13:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Oddur Magni Guðmundsson. '''Oddur Magni Guðmundsson''' sjómaður, hostelrekandi fæddist 1. maí 1959 og lést 3. október 2018 á Sjúkrahúsinu.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur I. Bjarnason bifvélavirki, f. 19. maí 1933, d. 24. desember 1999, og barnsmóðir hans hans Rósa Ingibjörg Oddsdóttir Sigurjónssonar stöðvarstjóri, f. 10. febrúar 1940. Oddur lauk námi í Stýrima...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Oddur Magni Guðmundsson.

Oddur Magni Guðmundsson sjómaður, hostelrekandi fæddist 1. maí 1959 og lést 3. október 2018 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Guðmundur I. Bjarnason bifvélavirki, f. 19. maí 1933, d. 24. desember 1999, og barnsmóðir hans hans Rósa Ingibjörg Oddsdóttir Sigurjónssonar stöðvarstjóri, f. 10. febrúar 1940.

Oddur lauk námi í Stýrimannaskólanum 1979.
Hann hóf snemma sjómennsku á Glófaxa VE 300, var síðar á fjölda skipa hér á landi og á flutningaskipum hjá Hafskipum, hóf ýmsan atvinnurekstur í landi 2005. Síðast stóð hann fyrir kaupum á Aska hostel í Eyjum með fjölskyldunni árið 2016.
Þau Auður giftu sig 1991, eignuðust tvö börn og Auður átti eitt barn frá fyrra hjónabandi. Þau bjuggu í Eyjum, í Reykjavík 1994-1996, í Grindavík 2005-2013, en síðast bjuggu þau við Herjólfsgötu 8 í Eyjum.
Oddur lést 2018.

I. Kona Odds Magna, (26. maí 1991), er Auður Finnbogadóttir húsfreyja, f. 19. mars 1960.
Börn þeirra:
1. Bergvin Oddsson stjórnmálafræðingur, f. 16. apríl 1986. Kona hans Fanný Rósa Bjarnadóttir.
2. Hafsteinn Oddsson, f. 23. september 1993.
Barn Auðar:
3. Finnbogi Auðarson, f. 18. nóvember 1978.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.