Stefán Brynjólfsson (sjómaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. janúar 2023 kl. 14:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. janúar 2023 kl. 14:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Stefán Brynjólfsson (sjómaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Stefán Brynjólfsson.

Stefán Brynjófsson frá Hásteinsvegi 56, sjómaður, verkamaður fæddist 23. október 1942 í Framtíð við Hásteinsveg 11, bjó síðast á Hringbraut 50 í Reykjavík, og lést 4. ágúst 2021.
Foreldrar hans voru Brynjólfur Gunnar Guðlaugsson frá Lundi við Vesturveg 12, f. 30. júlí 1921, drukknaði 26. desember 1949, og kona hans Rósa Kristín Stefánsdóttir frá Framtíð, húsfreyja, verkakona, starfsmaður í mjólkurbúð, f. 1. desember 1915 á Kirkjulandi, d. 12. janúar 1976.

Börn Rósu og Brynjólfs:
1. Stefán Brynjólfsson sjómaður, verkamaður, f. 23. október 1942, d. 4. ágúst 2021.
2. Guðlaugur Valur Brynjólfsson, f. 1. maí 1945.

Stefán var með foreldrum sínum, en föður hans tók út af togaranum Bjarnarey 1949. Hann var með móður sinni og mikið hjá móðurforeldrum sínum.
Hann fór snemma til sjós, var á Sæbjörgu, Sæfaxa, Gullborgu og Vestmannaey. Við Gos 1973 fylgdi hann móður sinni til Reykjavíkur, vann í álverinu í Straumsvík.
Hann eignaðist barn með Steinunni 1974.
Þau Helga giftu sig, hófu búskap 1978. Þau eignuðust ekki börn saman, en Helga átti þrjú börn áður, sem Stefán gekk í föðurstað.
Stefán lést 2021.

I. Barnsmóðir Stefáns var Steinunn Hilmarsdóttir, f. 5. maí 1944, d. 20. júlí 2011.
Barn þeirra:
1. Rósa Kristín Stefánsdóttir, f. 23. maí 1974.

II. Kona Stefáns var Helga Ósk Kúld húsfreyja, sjúkraliði, f. 28. júní 1942 í Reykjavík, d. 21. september 2017. Foreldrar hennar voru Arinbjörn Sigurður E. Kúld frá Ökrum á Mýrum, sjómaður, rak Fatapressuna A. Kúld á Vesturgötu 23 í Reykjavík, f. 23. maí 1911, d. 11. nóvember 2007, og Aðalbjörg Guðný Guðnadóttir Kúld frá Neskaupstað, húsfreyja, f. 11. apríl 1918, d. 12. maí 1979.
Börn Helgu og fyrrum manns hennar Ólafs Bergmann Ásmundssonar.
2. Aðalbjörg Ólafsdóttir , f. 11. janúar 1959.
3. Halldóra Ólafsdóttir, f. 13. nóvember 1961.
4. Heiðrún Ólafsdóttir, f. 16. nóvember 1963.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


-