Sigríður Guðjónsdóttir (London)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. janúar 2023 kl. 11:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. janúar 2023 kl. 11:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|100px|''Sigríður Guðjónsdóttir. '''Sigríður Guðjónsdóttir''' frá London við Miðstræti 3, húsfreyja, lífeindafræðingur fæddist 30. júní 1935 og lést 1. nóvember 2022.<br> Foreldrar hennar voru Guðjón Þorkelsson frá Sandprýði við Bárustíg 16b, skipstjóri, f. þar 12. september 1907, d. 8. desember 1982, og kona hans Þuríður Eina...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Guðjónsdóttir.

Sigríður Guðjónsdóttir frá London við Miðstræti 3, húsfreyja, lífeindafræðingur fæddist 30. júní 1935 og lést 1. nóvember 2022.
Foreldrar hennar voru Guðjón Þorkelsson frá Sandprýði við Bárustíg 16b, skipstjóri, f. þar 12. september 1907, d. 8. desember 1982, og kona hans Þuríður Einarsdóttir frá Geirlandi við Vestmannabraut 8, húsfreyja, f. þar 31. desember 1910, d. 30. janúar 1988.

Börn Þuríðar og Guðjóns:
1. Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 30. júní 1935 í London. Maður hennar er Haraldur Hamar.
2. Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 20. mars 1937 í London. Maður hennar Eðvar Ólafsson.
3. Rut Guðjónsdóttir bankaritari, f. 15. júlí 1940 í London. Maður hennar Bjarni Mathiesen.
4. Gylfi Guðjónsson arkitekt, f. 27. ágúst 1947 í Reykjavík. Kona hans Kristín Jónsdóttir.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1944.
Hún lærði lífeindafræði og vann um skeið við hana.
Þau Haraldur giftu sig 1957, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu síðast á Mánatúni 1 í Reykjavík.
Sigríður lést 2022 og Haraldur 2023.

Maður Sigríðar, (10. júlí 1957), var Haraldur J. Hamar blaðamaður, gaf út Iceland Review og News from Iceland. Að auki stóð Haraldur fyrir útgáfu tímaritsins Storðar og fjölda bóka og tímarita um Ísland á ýmsum tungumálum, f. 25. ágúst 1935 á Ísafirði, d. 5. janúar 2023 á Hrafnistu í Reykjavík. Móðir hans var Guðrún Örnólfsdóttir, f. 27. júlí 1914, d. 21. janúar 2001 og faðir hans Valdimar Sigurðsson, f. 31. janúar 1914, d. 22. febrúar 1993. Kjörforeldrar hans voru Jón Halldórsson, f. 23. apríl 1905, d. 30. nóvember 1994 og Ingibjörg Elín Elíasdóttir, f. 27. júní 1910, d. 10. febrúar 1958.
Börn þeirra:
1. Inga Hildur Haraldsdóttir Hamar, f. 11. júlí 1960. Barnsfaðir hennar Árni Leifsson. Maður hennar Malcolm Osborne.
2. Anna Þuríður Haraldsdóttir, f. 4. desember 1964. Maður hennar Þór Sandholt.
3. Halla Haraldsdóttir Hamar, f. 11. október 1966.
4. Guðrún Helga Haraldsdóttir, f. 4. desember 1974. Fyrrum maður hennar Sturla Jóhann Hreinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.