Steindór Árnason (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. janúar 2023 kl. 16:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. janúar 2023 kl. 16:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Steindór Árnason. '''Steindór Árnason''' frá Vopnafirði, sjómaður, stýrimaður, útgerðarmaður, kaupmaður fæddist þar 10. júlí 1953 og lést 29. desember 2006 á Sjúkrahúsinu.<br> Foreldrar hans voru Árni Kristjánsson verkamaður, f. 1. desember 1895, d. 29. ágúst 1969, og kona hans Stefanía Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1918, d. 10. júní 1998. Stendór var með foreldrum sínum til 15 ára al...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Steindór Árnason.

Steindór Árnason frá Vopnafirði, sjómaður, stýrimaður, útgerðarmaður, kaupmaður fæddist þar 10. júlí 1953 og lést 29. desember 2006 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Árni Kristjánsson verkamaður, f. 1. desember 1895, d. 29. ágúst 1969, og kona hans Stefanía Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1918, d. 10. júní 1998.

Stendór var með foreldrum sínum til 15 ára aldurs.
Hann hóf nám í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1971, en vegna Gossins 1973 lauk náminu í Reykjavík vorið 1973.
Steindór sótti til Eyja 16 ára, var háseti á Kristínu VE 1969, síðan á Sigurfara VE. Hann var stýrimaður á Sæborgu hjá Sveini Valdimarssyni frá Varmadal í sumarleyfum í Stýrimannaskólanum. Að loknu námi flutti Steindór ásamt fjölskyldu sinni til Hornafjarðar og réðst stýrimaður á Steinunni SF, en flutti aftur til Eyja vorið 1974. Þar varð hann stýrimaður á Valdimar Sveinssyni VE hjá Sveini í Varmadal. Hann varð síðan meðeigandi í útgerðinni. Það entist til 1992, er Steindór og fjölskylda keyptu útgerðina og ráku hana til ársins 2000, er þau seldu hana Bergi-Huginn.
Steindór og Magnús sonur hans keyptu Skóbúð Axels Ó í Eyjum haustið 2000 og árið 2005 stækkuðu þeir fyrirtækið með kaupum á Skóbúð Selfoss og hefur fjölskyldan rekið fyrirtækið.
Steindór var félagi í stýrimannafélaginu Verðandi og í Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja. Hann var virkur félagi í AKÓGES, var formaður þess 2002.
Þau Guðrún Bára giftu sig 1973, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Batavíu við Heimagötu 8 við Gos, síðar við Höfðaveg 63, en síðast við Bárustíg 6.
Steindór lét 2007.

I. Kona Steindórs, (1973), er Guðrún Bára Magnúsdóttir frá Norðurbænum á Kirkjubæ, húsfreyja, f. 13. apríl 1955.
Börn þeirra:
1. Guðlaugur Magnús Steindórsson kaupmaður, f. 7. ágúst 1972. Kona hans Bergey Edda Eiríksdóttir.
2. Stefán Þór Steindórsson, f. 26. maí 1978. Unnusta hans Þórhildur Rafns Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.