Erlendur Þórisson (Minna-Núpi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. janúar 2023 kl. 14:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. janúar 2023 kl. 14:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Erlendur Þórisson. '''Erlendur Þórisson''' frá Minna-Núpi við Brekastíg 4, sjómaður, verkamaður fæddist þar 15. febrúar 1957.<br> Foreldrar hans voru Þórir Jóhannsson frá Höfðahúsi, verkamaður, húsvörður, f. 11. maí 1922, d. 24. nóvember 1968, og kona hans Margrét Ólafía Magnúsdóttir frá Árbæ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Erlendur Þórisson.

Erlendur Þórisson frá Minna-Núpi við Brekastíg 4, sjómaður, verkamaður fæddist þar 15. febrúar 1957.
Foreldrar hans voru Þórir Jóhannsson frá Höfðahúsi, verkamaður, húsvörður, f. 11. maí 1922, d. 24. nóvember 1968, og kona hans Margrét Ólafía Magnúsdóttir frá Árbæ, húsfreyja, verkakona, matráðskona, f. 8. janúar 1932, d. 1. mars 2007.

Börn Margrétar og Þóris:
1. Jóhann Þórisson, rak bílaleigu á Selfossi, f. 20. febrúar 1950 í Árbæ. Fyrrum kona hans var Kristín Árnadóttir. Sambýliskona Jóhanns er Þórný Kristmannsdóttir.
2. Erlendur Þórisson sjómaður, verkamaður, f. 15. febrúar 1957 á Minna-Núpi. Kona hans er Harpa Kristín Kristinsdóttir.
3. Magnús Þórisson, f. 9. maí 1966 á Selfossi. Barnsmóðir hans er Valgerður Jóhannesdóttir.

Erlendur var með foreldrum sínum í æsku, í Eyjum og á Selfossi.
Hann lauk skipstjóraprófi 2. stigs.
Erlendur hóf sjómennsku 15 ára á togaranum Neptúnusi að sumri og stundaði sjómennsku í allmörg ár, en vann síðan hjá Samfrosti í Eyjum meðan það var starfrækt, síðar starfsmaður Netfisks í Garði, Gull.
Þau Harpa giftu sig 1978, eignuðust tvö börn og Erlendur varð fósturfaðir barns hennar. Þau búa í Garði.

I. Kona Erlendar, (9. desember 1978), er Harpa Kristín Kristinsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1958.
Börn þeirra:
1. Fósturbarn Erlendar er Tryggvi Þór Tryggvason vinnuvélastjóri í Noregi, f. 4. september 1975. Fyrrum sambúðarkona hans Helga Laufey Jóhannesdóttir Thoroddsen. Kona hans Karólína Gunnarsdóttir.
2. Ívar Þór Erlendsson skipstjóri í Reykjavík, f. 11. október 1978. Barnsmóðir hans Elsa Kristjánsdóttir. Barnsmóðir hans Þorgerður Sigurbjörnsdóttir. Barnsmóðir hans Hafdís Búadóttir.
3. Kristinn Þór Erlendsson flugvirki í Álaborg, f. 28. september 1982. Kona hans Þórdís Jóna Bragadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Erlendur.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.