Þuríður Eyjólfsdóttir (Sólvöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. janúar 2023 kl. 14:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. janúar 2023 kl. 14:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þuríður Eyjólfsdóttir''' frá Reynivöllum í Suðursveit í A.-Skaft., húsfreyja, saumakona fæddist 17. júlí 1877 og lést 21. febrúar 1967.<br> Foreldrar hennar voru Eyjólfur Runólfsson bóndi, hreppstjóri á Reynivöllum, f. 9. nóvember 1839, d. 20. nóvember 1923, og kona hans Ingunn Gísladóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1836, d. 13. júní 1912. Þuríður var með foreldrum sínum í æsku.<br> Hún kom til Eyja frá Reykjavík 1910, var saumakona...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Eyjólfsdóttir frá Reynivöllum í Suðursveit í A.-Skaft., húsfreyja, saumakona fæddist 17. júlí 1877 og lést 21. febrúar 1967.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Runólfsson bóndi, hreppstjóri á Reynivöllum, f. 9. nóvember 1839, d. 20. nóvember 1923, og kona hans Ingunn Gísladóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1836, d. 13. júní 1912.

Þuríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún kom til Eyja frá Reykjavík 1910, var saumakona á Velli við Vestmannabraut 15 á því ári.
Þau Lyder giftu sig 1913, eignuðust tvö börn. Þuríður var húskona í Akrakoti á Álftanesi við fæðingu Huldu og giftingu þeirra Lyder. Þau bjuggu í Valhöll 1915 og 1916, á Geirseyri 1917 og enn 1919. Þau byggðu húsið Sólvelli við Kirkjuveg 27 (Höjdalshús) og bjuggu þar uns þau fluttu til Reykjavíkur 1924.
Þau bjuggu í Skerjafirði og ráku svínaeldi uns þau urðu að hverfa þaðan við hernám Breta 1940, fluttu þá í Sogamýri og ráku hænsnarækt.
Lyder lést 1964 og Þuríður 1967.

I. Maður Þuríðar, (2. desember 1913), var Lyder Höydahl frá Noregi, kaupmaður, lifrarbræðslumaður, útgerðarmaður, f. 27. janúar 1872 í Lille-Höjdal v/Flora í Sunnefjord, d. 3. nóvember 1964.
Börn þeirra:
1. Ingunn Lovísa Hulda Höydahl verslunarmaður, starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 12. desember 1913 í Akrakoti á Álftanesi, Gull., d. 9. mars 2005.
2. Gerda Lísa Höydahl verslunarmaður, húsfreyja í Noregi, f. 31. október 1916 í Valhöll, d. 21. apríl 2021. Maður hennar Poul Björlykhaug.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.