Hulda Höydahl
Ingunnn Lovísa Hulda Höydahl frá Sólvöllum við Kirkjuveg 27, verslunarmaður, starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur fæddist 12. desember 1913 í Akrakoti á Álftanesi, Gull. og lést 9. mars 2005.
Foreldrar hennar voru Lyder Höydahl kaupmaður, lifrarbræðslumaður, útgerðarmaður, bóndi frá Noregi, f. 27. janúar 1872 í Lille-Höjdal v/Flora í Sunnefjord, d. 3. nóvember 1964, og kona hans Þuríður Eyjólfsdóttir frá Reynivöllum í Suðursveit í A.-Skaft., f. 17. júlí 1877, d. 21. febrúar 1967.
Börn Þuríðar og Lyder:
1. Ingunn Lovísa Hulda Höydahl verslunarmaður, starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 12. desember 1913 í Akrakoti á Álftanesi, Gull., d. 9. mars 2005.
2. Gerda Lísa Höydahl verslunarmaður, húsfreyja í Noregi, f. 31. október 1916 í Valhöll, d. 21. apríl 2021. Maður hennar Poul Björlykhaug.
Hulda var með móður sinni, húskonu í Akrakoti við fæðingu, síðan með foreldrum sínum í Eyjum og Reykjavík.
Hún stundaði verslunarstörf frá unga aldri, vann í Burstagerðinni, en lengst hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur.
Hulda bjó í Stóragerði í Reykjavík, en að síðustu á Hjúkrunarheimilinu Grund.
Hulda var virk í starfi KFUK, var einn af frumherjum í uppbyggingu Vindáshlíðar og arfleiddi Samband íslenskra kristniboðsfélaga nánast af öllum eigum sínum. Hún stundaði listmálun.
Hún var ógift og barnlaus.
Hulda lést 2005.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 18. mars 2005. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.