Pálína Kristjana Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. desember 2022 kl. 17:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. desember 2022 kl. 17:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Pálína Kristjana Guðjónsdóttir''' húsfreyja fæddist 29. desember 1925 í Reykjavík og lést 3. júlí 1990.<br> Foreldrar hennar voru Guðjón Helgi Kristjánsson sjómaður, kyndari, vélstjóri, f. 22. mars 1901 í Reykjavík, d. 20. október 1962, og kona hans Magnúsína Jóhannsdóttir frá Vinaminni við Urðaveg 5, húsfreyja, f. 22. ágúst 1904, d. 13. júní 1974. Börn Magnúsínu og Guðjóns H...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Pálína Kristjana Guðjónsdóttir húsfreyja fæddist 29. desember 1925 í Reykjavík og lést 3. júlí 1990.
Foreldrar hennar voru Guðjón Helgi Kristjánsson sjómaður, kyndari, vélstjóri, f. 22. mars 1901 í Reykjavík, d. 20. október 1962, og kona hans Magnúsína Jóhannsdóttir frá Vinaminni við Urðaveg 5, húsfreyja, f. 22. ágúst 1904, d. 13. júní 1974.

Börn Magnúsínu og Guðjóns Helga:
1. Pálína Kristjana Guðjónsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 29. desember 1925 í Reykjavík, d. 3. júlí 1990. Maður hennar Runólfur J. Elínusson.
2. Rósa Fjóla Hólm Guðjónsdóttir, f. 23. maí 1927. Maður hennar Ólafur Karlsson.
3. Guðný Erla Guðjónsdóttir húsfreyja, verkakona, 24. apríl 1932, d. 24. apríl 2016. Fyrrum maður hennar Steindór Þórarinn Grímsson. Síðari maður hennar Örn Aanes.

Pálína var með foreldrum sínum, í Reykjavík, Vinaminni, Geirseyri og í Reykjavík, en ólst upp hjá ömmusystur sinni Jóhönnu Hallgrímsdóttur og manni hennar Júlíusi Þorsteinssyni.
Hún varð snemma sjálfboðaliði fyrir Sjálfsbjörgu.
Pálína eignaðist barn með Óla.
Þau Runólfur giftu sig 1953, eignuðust ekki börn saman, en ólu upp Sigurhönnu dóttur Pálínu. Þau bjuggu í Reykjavík.

I. Barnsfaðir Pálínu var Óli Ólafsson, f. 28. september 1921, d. 20. desember 1991.
Barn þeirra:
1. Sigurhanna Óladóttir, býr í Birkerod í Danmörku, f. 27. nóvember 1943.

II. Maður Pálínu, (28. júní 1953), var Runólfur Jóhannes Elínusson frá Heydal í Mjóafirði við Djúp, bifreiðastjóri, f. 19. ágúst 1918, d. 17. september 1996. Foreldrar hans voru Elínus Jóhannesson bóndi í Heydal, f. 12. janúar 1888, d. 3. desember 1958, og kona hans Þóra Sigríður Runólfsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1878, d. 6. desember 1944.
Þau voru barnlaus, en þau Runólfur ólu upp Sigurhönnu dóttur Pálínu. Óli Ingi sonur Pálínu varð kjörbarn annarra.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.