Jón Benediktsson (Hálsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. desember 2022 kl. 18:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. desember 2022 kl. 18:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jón Benediktsson''' (Guðjón í prestþj.bók) verkamaður, lifrarbræðslumaður, smiður fæddist 17. ágúst 1859 á Finnbogastöðum í Trékyllisvík í Strand. og lést 22. september 1932 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Benedikt Sæmundsson bóndi, f. 30. október 1827, d. 11. janúar 1911 og kona hans Karítas Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. maí 1832, d. 23. ágúst 1917. Jón (Guðjón, með því nafni í æsku) var með foreldrum sínum í æsku, var lausama...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Benediktsson (Guðjón í prestþj.bók) verkamaður, lifrarbræðslumaður, smiður fæddist 17. ágúst 1859 á Finnbogastöðum í Trékyllisvík í Strand. og lést 22. september 1932 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Benedikt Sæmundsson bóndi, f. 30. október 1827, d. 11. janúar 1911 og kona hans Karítas Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. maí 1832, d. 23. ágúst 1917.

Jón (Guðjón, með því nafni í æsku) var með foreldrum sínum í æsku, var lausamaður hjá þeim 1880.
Þau Helga giftu sig 1906, fluttu frá Reykjavík til Eyja 1908, eignuðust þrjú börn og Helga átti barn áður. Þau bjuggu í Dal 1909, í Bræðraborg við Njarðarstíg 3 1910, á Kornhól við Strandveg 1 1920, byggðu húsið Háls við Brekastíg 28, bjuggu þar 1922 og 1927, á Sveinsstöðum 1930 .
Jón lést 1932 og Helga 1970.

I. Kona Jóns,(1906), var Helga Sigurbjörnsdóttir frá Kjalardal í Skilmannahreppi, Borg., húsfreyja, f. 24. nóvember 1880, d. 12. apríl 1970.
Börn þeirra:
1. Hansína Vigdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1906 í Reykjavík, d. 10. júní 2006.
2. Benedikt Hákon Jón Jónsson sjómaður, f. 1. september 1909 Dal við Kirkjuveg, d. 19. ágúst 1984.
3. Karítas Sæmunda Kristín Jónsdóttir, f. 3. febrúar 1917, d. 20. ágúst 1982.
4. Benedikt Óskar Jónsson, f. 9. júlí 1924, d. 27. september 1992.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.